Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 94
LXXXVIII
Inngangur
§ 3.8.0
verið hjá foreldrum sínum ‘um 20 ára aldur’.6 Á
öðrum stað segist Jón hafa alist upp hjá föðurföður
sínum, Hákoni Þormóðssyni, og hafa haft ‘23 vetur,
þá hann sofnaði’,7 en þeir Hákon og Jón sonarsonur
hans vóru þá hjá föðurbróður Jóns, Jóni Hákonarsyni,
‘á Osi í Steingrímsfirði’;8 Steingrímsfjörð segist Jón
hafa séð ‘16 vetra’.9 Þetta mun vera svo að skilja að
frá 16 vetra aldri hafi Jón átt heima í Steingrímsfirði
hjá afa sínum og föðurbróður, en dvalist öðru hvoru
hjá foreldrum sínum norður í Ámesþingum, a.m.k.
þegar hann var um tvítugt, og þegar Jón var 24 vetra
og faðir hans andaðist, var hann kominn til hans
aftur.10 Steingrímsfirði tengdist Jón síðar, því að hann
giftist haustið 1600 ‘á Kirkjubóli í Steingrímsfirði’,11
Sigríði Þorleifsdóttur, en langafi hennar var Ás-
mundur Klemensson, faðir séra Klemens, föður Þor-
leifs, föður Sigríðar.12
Hér er komið að því fólki, sem líklegt er að sé nefnt
í Aa1, þ.e.a.s. Ásmundur Klemensson, sbr. § 2.4.1, og
Þorleifur, sbr. § 2.4.2. Öll skilyrði eru því fyrir hendi
til þess að Jón lærði hefði getað komist í tæri við Aa1
til þess að skrifa Aa2 eftir því 18 vetra gamall í
Steingrímsfirði 1592. Samanburður við flest rit Jóns
lærða, sem hafa verið talin varðveitt með hendi hans
sjálfs, og fleiri handrit, sem nær öll tengjast honum
6 ‘Tíðfordríf, AM 727 II 4to, f. 9v.
7 ‘Tíðfordríf, JS 404 8vo, p. 110.
8 ‘Um ættir og slekti’, SSÍ III (Rv. 1902), p. 713.
9 ‘Fjölmóður’, SSÍ V.3, p. 34.
10 ‘Um ættir og slekti’, SSÍ III, p. 713. - í skrifum um óðals-
kapítula í Jónsbókareintaki, sem Ludvig Harboe átti, var það haft
eftir Jóni Guðmundssyni, að hann hefði ritað fjórar lögbækur ‘í
Trékyllisvík [í Arnesþingum] áður en hann var tvítugur’ (Alþingis-
bœkur íslands V (Rv. 1922-32), p. 35).
11 ‘Um ættir og slekti’, SSÍ III, p. 713.
12 ‘Tíðfordríf, JS 404 8vo, p. 113; Papp. fol. nr. 64 í Konungs-
bókhlöðu í Stokkhólmi, p. 14. - Sbr. einnig SSÍ V.3, pp. 16-17 (Páll
Eggert Olason).