Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 83
§ 3.5.19
AM 394 4to (Aa2)
LXXVII
Gamalt ‘ss’ í bakstöðu er nær alltaf skrifað s (hátt s), t.d. í
nf.-myndunum þys 19v (149.33), las 22r (171.15) og uis 19v
(151.2) og í 3. p. í nt. í gys 182.9, en í uigfuss (nf.) 33v (219.2)
eru tvö há s eins og í forriti.
3.5.20. Ýmist er skrifað at eða ad og gr. í hvk. ýmist jt, t.d.
240.1, eða jd, t.d. 240.2. ‘þat’ er lang-oftast bundið og leyst upp
þat, sbr. Þat (fullum stöfum) 6.22, en einnig er skrifað <CÞ>ad
20v (161.1) o.v. Ritað er sied (lh.) 175.10 og endranær og fied
12r (= feit 66.3) o.v. I fleirkvæðum orðmyndum er fylgt þeirri
meginreglu að rita d í bakstöðu þegar ‘t’ er í stofni, t.a.m. í
slitid (so.) 6.34 og jlatid (no.) 13r (81.5), en t annars, t.d. í
komit (so.) 6.38 og uorit (no.) 7.3. Frá þessari reglu eru þó all-
margar undantekningar, t.a.m. haustit 6.36 og annad 8.22. I
endingum af þessu tagi er t yfir línu leyst upp at og it, en d yfir
línu ad og id.
Við ber að ritað sé th fyrir ‘t’ í enda línu, ath 12v (74.3),
hlauth 13v (83.23).
Á eftir öðrum samhljóða er t alloft tvíritað (eða skrifað t með
depli yfir), t.a.m. í burtt 178.6, burttu 15v (142.4), margtt 3v
(12.17) og forntt 233.9.
Þt. af so. ‘sœkja’ hefur oft ‘k’, t.d. Socktu 184.22 og sockti
188.5, en sottann 21r (164.30). Þt. af ‘þykkja’ hefur hins vegar
einlægt tt.
Þt. af ‘ræna’ hefur t eins og í forriti, Rœntan 3v (13.13).
3.5.21. ‘ds’ er oftast skrifað dz, en stundum z, sbr. t.d.
þorualldz 12v (71.8), brandz 13r (79.8) og jngiallz 13v (83.6).
Undantekning er a.m.k. Rognuallds 20v (-dz 160.5). (Um ‘unz’
sjá § 3.7.32.)
‘ðs’ er lang-oftast skrifað dz og stöku sinnum z, sbr. t.a.m.
gardz 16r (144.7), Radz 13v (83.17), lydzins llv (60.2),
hrædzlu 9v (48.23), naudzyn llv (63.20), gudz 6r (18.5), lidz
Í2v (73.6), hieradz 16r (143.13) og þoruarz 9v (49.25). ds er
mjög fátítt, en kemur þó fyrir m.a. í lids 7.58. dz fyrir ‘ðs’ er
miklu algengara en í forritinu, Aa1, þar sem ðs er einrátt á eftir
grönnu sérhljóði og ekki fátítt á eftir breiðu. Ritað er gotze
173.19.
z mun einlægt vera í Gizur llv (64.7) o.v. og einnig í blezar
9r (44.63) o.v. og blezann 13r (80.6). Þegar ‘t’ í stofni og ‘s’ í
afleiðsluendingu fara saman, er ritað með ýmsu móti: uard-
ueizslu lOr (54.4), lidueitslu 19v (150.13) og ouiska 12r
(68.12). í ef.-myndum er oftast tz í ‘vatns’, t.a.m. uatz burdinn
9r (47.6) og uatz firdi 4r (13.45), en ts a.m.k. í uats firdingur
15r (141.3) og uats hlid 22r (171.16). Ritað er gestz 8v (44.35),
en annars er lang-oftast ts í ef.-myndum, t.a.m. fats 20r