Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 88
LXXXII
Inngangur
3.7.2
dale 21r (= dala 164.34), en dala 35r (230.1), haukdælar 9v (=
haukdelir 50.3), sbr. einnig lesbrigði í § 3.2.3. úr 58.27.
3.7.3. Breytingar á beygingu kk. ia-stofna gefur að líta í
sendir (þf.) 32v (214.20), slonguir (þf.) 34r (220.27) og heller
(þgf.) 33v (218.5), en hins vegar er skrifað hellis (ef.) 33r
(215.28). Tvö fyrstnefndu dæmin eru úr kenningum í vísum, en
í slíkum tilvikum hefur skrifari stundum ‘r’-lausar myndir, sbr.
t.d. 32v (214.8 og 14).2
3.7.4. Frændsemisorðin eru oft bundin, sbr. § 3.6.6, en þar
sem þau eru lítt eða ekki bundin má sjá að beyging þeirra er ögn
á reiki. Ritað er í nf. -brodir 6r (20.3) og 33v (218.11), en hins
vegar broþur 7.63 og brodr 14v (137.5). I þf. og þgf. er
algengust endingin -‘ur’ (ur og r), sbr. dottur og dottr (þf.) lr
(2.12 og 20) og broþr (þf.) lv (4.5), en þó er skrifað dottir (þf.)
9v (49.25). í ef. má finna fodur 9r (44.65) og jafnvel fedr 31v (=
feþur 210.20), en oftast er endingin -‘urs’ í kk.-orðunum,
broþurs 3v (13.23), fodurs 6.37, fodrs 27r (200.1) og foþurs 37r
(245.31).
3.7.5. Ef. nafnanna ‘Húnroðr’ og ‘Guðroðr’ er hunraudar 6r
(17.7), hunrodar 6v (20.11) og Gudraudar 34v (224.10), enda
þótt Aa1 hafi yngri myndir með -raþar.
3.7.6. Flt. með gr. af ‘maðr’ er menirnir 22v (= menninir
172.1), sbr. einnig fyrir mennirnir 179.13-14.
3.7.7. Lo. ‘sekr’ hefur a-/ö-stofns beygingu, seka (þf. flt. kk.)
15v (= sekia 142.27).
3.7.8. Mst. fleyra (þf. flt. kk.) 182.3 hefur hér endingu
sterkrar beygingar, en ekki hefur orðið vart við önnur dæmi
slíks.
3.7.9. Þgf. af ‘þrír’ er (Þ')Rymur 20r (= Þrim 157.1).
3.7.10. Akveðinn gr. er ýmist ‘hinn’ eða ‘inn’ og stöku
sinnum ‘enn’. Yfirleitt fylgir skrifari forriti, þar sem allar þessar
myndir koma fyrir, en þó skrifar hann t.a.m. hinn 3v (13.29) og
4r (14.12), þar sem Aa1 hefur inn. A lr sleppir hann greininum í
2.27 og skrifar þau 4r (= hin 13.42).
3.7.11. I Aa1 er greint reglulega á milli tvítölu og fleirtölu
fornafna; sama máli gegnir um Aa2, þar sem hægt er að bera
handritin saman, og í þeim hlutum Aa2, sem hér eru prentaðir,
er réttilega notuð tvítala uid 196.35 og uit 232.13. Þar sem
stendur uier 239.19, 20 og 22 væri allt eins við tvítölu að búast,
en Sturlunga og GB hafa einnig ‘vér’, þannig að hér er ekki um
málbreytingu í Aa2 að ræða.
2 I útgáfunni er prentað mfœkinnj 98.5 eftir Aa2, en hefði mátt
fylla mfœkirinnj.