Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 74
LXVIII
Inngangur
3.5.2
sem öðrum þræði hafa haft ‘e’ í eldra máli, t.d. fieck 181.36,
fiell 2r (5.16), en fellu 1A1, hieck 33r (216.29), hielldu 7.34, en
hellt 183.4, en tvöföldunarsagnir af 5. flokki hafa alltaf e, t.a.m.
Reru 15r (138.18) og snerru 33r (216.22).
Að öllum jafnaði er skrifað uier, þó að ‘vær’ (vér, uér) sé
einhöfð mynd í forriti, en stöku sinnum sést uær, t.a.m. 13v
(83.34 og 43).
3.5.3. í framstöðu er lang-oftast skrifað j (J) fyrir ‘i’, ‘í’ og ‘j’,
en sjaldan i. J er einkum notað í sémöfnum og fyrir fs. ‘í’, en í
prentun er notkun upphafsstafa samræmd, sbr. § 2.6.8. j
kemur einnig fyrir í upphafi síðari hluta samsettra orða, sbr.
ojafnade 175.35 og kleppjarn 36v (243.4 o.v.).5 6 7
í innstöðu er ‘í’ oftar skrifað ij en i, og í samræmi við það er
t.a.m. su leyst upp sijnu 181.23 o.v. Á undan ‘ng’ er einnig
oftast skrifað ij í stofnsamstöfu, t.a.m. í þijngit 6.20, en einlægt
i í endingunni ‘ing’, t.a.m. í styrcking 8.23 o.m.fl. Fyrir ‘j’
stendur ij í þijona lv (4.3) og frijalsazt 179.22-23, en fyrir ‘i’
(við misritun) í lijde 8r (42.3) og lijtt 13r spássíugrein, sbr. §
3.4.2.
Að öllum jafnaði greinir skrifari samkvæmt eldri ritvenju (og
hljóðkerfi) á milli ‘i’, ‘í’, ‘ei’ og ‘y’, ‘ý’, ‘ey’. Hann fylgir þó ekki
alltaf sömu reglum og þeim sem fylgt er í forritinu Aa1, þannig
að reglufesta hans er ekki einber eftiröpun eftir forriti.6 Skrifað
er (Byyskups 193.1, en annars er orðið bundið og leyst upp með
y. (í varðveittum hlutum Aa1 er orðið aldrei skrifað fullum
stöfum, sbr. § 2.6.5.) Með einni undantekningu, Biorguin 20v
(159.6), er skrifað biorgyn (ef. biorgynar), einnig þar sem Aa1
hefur biorgin, sbr. § 2.5.2. í lo. ‘mikill’ eru sérhljóði + ‘k’ lang-
oftast bundin, en fullum stöfum er skrifað i í ósamdregnum
myndum, t.d. mikit 13r (82.8), en y í samdregnum, t.a.m.
myklum 12r (68.3), mykla 14v (135.33) og mycklar 37v
(247.15), og í samræmi við þá reglu er leyst úr böndum. Aa1
hefur i í öllum þessum tilvikum og að jafnaði endranær - nema
stundum í þgf. et. hvk., þegar það er notað sem ao.' No.
‘miskunn’ og orð af því leidd hafa jafnan y í 394, sbr. t.d.
5 Lo. skierjott 37r (246.2) er eiginlega ritað í tvennu lagi.
6 Forrit skrifarans að GD-texta er óþekkt, en hlutfallslega mörg
dæmi í 394 um samfall kringdra hljóða og ókringdra eru úr þeim
texta, og það kynni að vera vísbending um að samfalls hefði gætt í
honum.
7 Á þessa sérstöðu ao. ‘miklu’ hefur Hreinn Benediktsson bent í
íslenskum handritum frá elsta skeiði (‘Lo. mikill: mykill', ANF 93
(Lundi 1978), pp. 50-53).