Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 111
§ 4.3.3
AM 401 4to (401)
cv
6 og 151.1. Með þessu bleki eru einnig tilvísun til
Sturlunga sögu (GA, c. 26.7-8),4 orðskýring (GA, c.
37.4), leiðrétting á nafni (GA, c. 55.3), athugasemd
við leshátt (GA, c. 78.2)5 og loks tvær leiðréttingar á
texta 401, sem koma heim við Aa1, en kunna að vera
gerðar án stuðnings þess.6
4.3.4. Engin þeirra skrifa Arna Magnússonar, sem
nú hafa verið nefnd, koma fyrir á þeim blöðum í 401,
sem hafa verið skrifuð síðar en upphafleg uppskrift
Asgeirs Jónssonar (sbr. §§ 4.2.2 og 4). Þetta bendir
til þess, að spássíugreinar Arna í 401 séu skrifaðar
áður en handritið var lagfært. A viðbótarblaði
Asgeirs, f. 92, eru reyndar nokkrar leiðréttingar á
stafsetningu, sem Arni hefur líklega gert, en þær eru
með sama bleklit og skrift Asgeirs á því blaði og því
væntanlega gerðar þegar eftir að blaðið var skrifað.
Líku máli gegnir um athugasemdir Arna um að blöð
vanti í forritið, sbr. nmgr. við GA, cc. 6.14, 172.16 og
232.3. Sú fyrsta og sú síðasta eru í upphaflegum
hluta Asgeirs og með sams konar bleki og hann notar,
og sú í mið er í viðbót Eyjólfs Björnssonar og með
bleklit hans.
4.4. Notkun 401 við þessa útgáfu.
4.4. Þar sem 401 hefur að geyma uppskrift þeirra
handrita sem texti GA er prentaður eftir í þessari
útgáfu, þ.e.a.s. Aa1 og kafla úr Aa2, og þar sem þessi
4 Hér er vísað til AM 117 fol., en það handrit kynni að vera
ritað í Kaupmannahöfn um svipað leyti og 401, sbr. Árna saga
biskups, ed. Þorleifur Hauksson (Rv. 1972), p. lvii.
5 Hér hefur Aa1 fo systir, en Ásgeir hefur skrifað foðr systir í 401,
f. 59v. Árni leiðréttir foðr í fo með dökka blekinu, skrifar o :
fostsystir á spássíu með gulbrúna blekinu í samræmi við 395 og
skrifar loks faudr fyrir ofan fost- með móbrúna blekinu.
6 í GA, c. 153.1, hefur hallr verið leiðrétt í kalfr í Aa1, Ásgeir
hefur samt sem áður lesið Hallr (401, f. 110v), en Árni leiðrétt í
Kálfr á spássíu. - í c. 156.9 hefur Ásgeir misritað litlu fyrir uetri
(401, f. 112v), en Árni skrifað corr vetri á spássíu.