Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 49
§ 2.4.1
AM 399 4to (Aa')
XLIII
hann lengst af hafa búið í Dölum, en seinustu árin
fyrir norðan; hann er nefndur meðal lögréttumanna og
bænda í Húnavatnsþingi 1530.4 Samkvæmt frásögn
Jóns lærða Guðmundssonar var Asmundur veginn á
Skarði á Skarðsströnd, þegar Klemens sonur hans var
þar kirkjuprestur,5 en það hefur verið um eða fyrir
1536.6
2.4.2. Avarpið til Asmundar Klemenssonar kynni
að vera sprottið af því, að skrifari þess hefði haft Aa1
að láni frá Asmundi, og í spássíugrein á f. 12r7 eru
nefndir Bjarni og Þorleifur, en svo hétu synir séra
Klemens Asmundssonar í Tröllatungu í Steingríms-
firði.8 Nöfnin Bjarni og Þorleifur eru að vísu algeng,
en efnisatriði í spássíugreininni koma vel heim við að
hún væri skrifuð í Tröllatungu.9 Auk þess hefur Aa1
að öllum líkindum verið í Steingrímsfirði 1592, þegar
Aa2 var skrifað eftir því, sbr. §§ 3.2 og 3.8.0.
2.4.3. Um feril Aa1 á Islandi eftir þetta er ekkert
vitað og ekki heldur með hvaða hætti Peder Resen
eignaðist handritið, en 1685 eða fyrr hefur það verið.
Eiginhandaráritun Resens í bókinni lýkur á orðunum
4 DI IX, nr. 444. - Einar Bjamason, Lögréttumannatal (Rv.
1952-55), p. 35.
6 ‘Tíðfordríf, JS 404 8vo, p. 113; Papp. fol. nr. 64 í Konungs-
bókhlöðu í Stokkhólmi, p. 14. - Sbr. § 3.8.0.
6 Klemens Ásmundsson er nefndur í prestadóm á Staðarhóli í
Saurbæ 1530 (DI IX, nr. 451), en 1537 tók hann við Tröllatungu í
Steingrímsfirði, sbr. nmgr. 8. Samkvæmt tilgátu Jóns Þorkels-
sonar var Ásmundur veginn 1530 (DI IX, p. 780).
7 Bisk, p. liv. - Palœografisk atlas (1905), nr. 40.
8 Samkvæmt vitnisburði Þorleifs Klemenssonar 1618 hélt faðir
hans, Klemens Ásmundsson, “Tungustad J vart 40 aar” (AM Dipl.
Isl. Fasc. LXI,8). Klemens (misritað “Asmundur”) prestur tók við
Tungustað 1537 samkvæmt afhendingarskrá Tungu í Steingríms-
firði í AM 262 4to, pp. 25-26 (DI VI, nr. 516), og næsta
afhendingarskrá (p. 26) er frá 1575, er “þeir brædur afhendtu sijns
fódurs vegna Biarne og Þorleifur Clemens syner”.
9 Stefán Karlsson, ‘Spássíufólk’, Maukastella fœrð Jónasi
Kristjánssyni fimmtugum (Rv. 1974), pp. 61-64.