Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 51
§ 2.5.1
AM 399 4to (Aa')
XLV
mundar (PG) og hafði verið styttur þegar hann var
tekinn úr Hr í PG. (Um heimildir GA sjá § 8.)
2.5.2. Guðbrandur Vigfússon og Björn M. Olsen
hafa báðir vakið athygli á því, að orðfæri kafla úr
íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, sem er skotið inn
í PG-texta í GA, stingi í stúf við orðfæri PG,3 og það -
ásamt vitnisburði hliðstæðra texta í Sturl og GB - er
vísbending um að hvorki safnandi GA né skrifari Aa1
hafi gert tilraun til að samræma stíl heimilda sinna.
Undir þetta hefur Ole Widding tekið og dregið fram
dæmi um nokkur stíleinkenni á Aa1 sem eru bundin
við ákveðna hluta textans og skiptast eftir heimildum
sögunnar. Þar á meðal er samtengingin ‘unz’, sem
Widding taldi 20 dæmi um í Aa1, öll í PG-texta; engin
dæmi eru hins vegar um ‘unz’ í PG-köflum GB og
Sturl.4 Widding nefndi einnig orðmyndina urreðe (GA,
c. 115.2), sem er eina dæmið um að ekki sé skrifað
or(-) í Aa1, og þessi orðmynd er einmitt í þeim hluta
GA sem er sameiginlegur Hr, en vafasamt er að ur- sé
hér komið úr forriti.5 6 Þá hefur D. A. Seip nefnt eitt
dæmi um ritmyndina Biorgin í Aa1 (GA, c. 19.3), en
3 Bisk, pp. lxi-lxii. - SSÍ III, pp. 226-27.
4 MoM 1960, pp. 16-21. - Af notkun ‘unz’ í PG-texta GA ályktaði
Widding “at stilen i præstesagaen er arkaiserende, at redaktoren
har bestræbt sig pá at give stilen et ærværdigt præg” (p. 18), en
ekki er ljóst við hvern Widding á þegar hann talar um “redak-
toren” eða “redaktaren af præstesagaen” (p. 17). Widding nefnir
dæmi um að þegar kemur fram um 1300 fara sumir skrifarar að
blaka við ‘unz’, sem hefur verið þeim úrelt orð, og setja önnur orð í
staðinn, en þar sem PG er að öllum líkindum samin um eða fyrir
miðja 13. öld, er nærtækast að álykta að höfundi hennar hafi verið
‘unz’ eðlilegt orð, sem hvorki sá sem setti GA saman né skrifari Aa1
hafa amast við. (Sbr. einnig § 5.3.2, nmgr. 7.) - Um ‘unz’ sjá einnig
Peter Hallberg, Stilsignalement och författarskap i norrön sagalittera-
tur (Nordistica Gothoburgensia 3, Gautaborg 1968), pp. 173-74.
6 Setningin er þa urðo enge urreðe kaup manna, og eins er víst að
skrifari hafi verið byrjaður að endurtaka urðo, en séð sig um hönd;
r2 er óvenjulegt að lögun, hugsanlega vegna þess að skafið hafi
verið.