Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 104

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 104
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022104 Hjördís Dögg Grímarsdóttir heldur úti heimasíðunni mömmur.is og er einnig undir því nafni á Facebook og Instagram. Þar deilir hún með lesendum sínum öllu því sem tengist kökum og veisluhöldum en helsta áhugamál Hjördísar er bakstur. Mömmur.is Hjördís er Skagakona og vinnur sem kennari í Grundaskóla á Akra­ nesi. Hún er gift Degi Þórissyni og saman eiga þau drengina Aron Elvar og Marinó Ísak. Hjördís segir hugmyndina að mömmur.is hafa kviknað fyrir um 15 árum en heimasíðan var opnuð í nóvember 2008. „Ég var á þessum tíma dugleg að baka alls kyns fígúrukökur og tók iðulega myndir af herlegheitunum. Þá fékk ég þá flugu í höfuðið að gaman væri að leyfa öðrum að njóta,“ segir Hjördís en fyrsti vísir­ inn að mömmur.is var barnalands­ síða, þar sem hún bjó til aðgang fyrir kökurnar og setti þar inn allar myndir af þeim kökum sem hún bakaði. „Síðan fékk mikla athygli og í framhaldinu fékk ég systur mína, Tinnu Ósk, til liðs við mig því hún hafði þekkingu á heimasíðugerð og hjálpaði mér að koma efninu mínu inn á nýja síðu. Mamma mín hún Petrún hefur líka verið með mér frá upphafi.“ Í framhaldinu var stofnuð Facebooksíða undir sama nafni þar sem fljótlega voru komnir yfir 20 þúsund fylgjendur og mikil umferð var einnig í gegnum heimasíðuna. Nafnið mömmur.is segir Hjördís komið til vegna þess að allar þær konur sem stóðu að heimasíðunni eru mömmur. Á þessum tíma var Instagram ekki til og segir Hjördís að það hafi tekið hana nokkur ár að ákveða hvort hún ætti að fara þar inn með sitt efni líka. „Það var svo árið 2016 sem ég ákvað að slá til og stofnaði þar Instagram reikn­ inginn Mömmur.is en þar sýni ég fylgjendum til dæmis, með stuttum kennslumyndböndum, hvernig á að baka alls konar kökur og annað góðgæti,“ segir Hjördís og bætir við að þar fái kennarinn í sér að njóta sín þar sem hún útskýrir hvernig hitt og þetta er búið til. Skemmtilegast að gera marengs Hjördís segist hafa haft áhuga á bakstri síðan hún var lítil en mamma hennar bakaði mikið og var Hjördís fljót að læra af töktum hennar í eldhúsinu. „Mér finnst skemmtilegast að baka marengs­ botna. Ég elska að búa til falleg munstur og gera botnana öðru­ vísi en þessa hefðbundnu. Síðan er líka skemmtilegt að búa til litlar pavlovur sem er í rauninni bara lít­ ill marengs. Brauð er líka ofarlega á listanum en allt sem hægt er að gera með brauðdeig heillar mig.“ Hefðbundinn aðfangadagur Aðventan hefur verið annasöm síð­ ustu ár hjá Hjördísi þar sem þá er mikið baksturstímabil. Hún gerir smákökur, ís, laufabrauð og alls konar eftirrétti sem hún sýnir fylgj­ endum á sínum miðlum en hún vinnur einnig fyrir valin fyrirtæki og gerir jólatengt efni fyrir þau. „Ég er mikið jólabarn og finnst þess vegna mikilvægt að setja jólatréð snemma upp, skreyta og setja upp jólaser­ íur. Svo hlusta ég á jólalög allan desem ber og er auðvitað mikið í eldhúsinu,“ segir Hjördís en jólin á hennar heimili eru, að hennar sögn, frekar hefðbundin. „Við njótum okkar á aðfangadag með því að fara í jólakaffi hjá foreldrum mínum um morguninn. Stússumst yfir daginn og eldum síðan Hamborgarhrygg og kalkúnabringu fyrir kvöldið,“ segir Hjördís en fjölskyldan borðar yfirleitt heima hjá sér á aðfangadag. „En við förum síðan í alls kyns jóla­ boð yfir hátíðirnar. Við reynum þó fyrst og fremst að slaka á og njóta þess að vera saman.“ Hjördís segist ekki vera vana­ föst þegar kemur að jólunum. „Mér finnst samt ómissandi að gæða mér á frómasnum hennar mömmu. Og laufabrauðshefð tengda­ fjölskyldunnar finnst mér líka skemmtileg.“ Uppskriftir sem hitta í mark Hjördís ákvað að deila með lesendum Skessuhorns nokkrum uppskriftum sem henni þykir alltaf hitta í mark: „Hér er ljúffengur epla marengs sem er hægt að henda upp með stuttum fyrirvara, sörur sem kitla bragðlaukana, hnetu­ smjörskökurnar hennar tengdó og Bergbys brauðterta sem mér finnst ómissandi yfir jól og áramót.“ Verði ykkur að góðu! gbþ Hlustar á jólalög allan desember í eldhúsinu Uppskrift 9 stk eggjahvítur 450 g sykur 1 tsk cream of tartar Fylling ¾ l. rjómi 3 stk epli 12 Lindor súkkulaðikúlur eða 3 mars súkkulaði Skreyting Karamellusósa Kókosbollur Aðferð 1. Þeytið eggjahvítur þar til fer að freyða. Bætið cream of tartar saman við og haldið áfram að þeyta þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. 2. Bætið sykri saman við smám saman og haldið áfram að þeyta þar til blandan er orðin stífþeytt. Setjið blönduna í sprautupoka með sprautustútnum 1M eða frönskum stút. 3. Mótið litla 22-25 botna á bökunarpappír. Gott að miða við að gera 1-2 aðeins minni til að nota efst fyrir topp- inn. 4. Bakið við 130°C blástur í 1 ½ klst 5. Þeytið rjóma, brytjið epli og blandað saman við ásamt 12 Lindor rjómasúkkulaðikúlum. Mars súkkulaði hentar líka mjög vel. 6. Þegar botnarnir hafa jafnað sig er þeim raðað á disk t.d. 10 neðst. Rjómafylling sett ofan á ásamt 6-7 marengs botnum. Rjómafylling sett yfir, 3 marengs- botnar, rjómafylling og síðan marengstoppur. 7. Hægt að skreyta enn meira með karamellusósu og kókosbollum. Marengstré með eplafyllingu Þessi hugmynd er mjög jólaleg og skemmtilegt að bera fram yfir hátíð­ irnar. Það er eitthvað svo hátíðlegt við marengs. Hægt að útfæra á alla vegu og breyta og bæta fyllinguna eftir smekk. Marengstré er skemmtileg til­ breyting frá hinum hefðbundna marengs þar sem litlum marengsbotnum er raðað saman og rjómafylling sett á milli laga. Dumle Sörur Það er fátt meira freistandi á aðventunni en gómsætar sörur. Hér eru þær í öllu sínu veldi, gómsætar eins og vaninn er og með bragðgóðu dumlekremi. Uppskrift 3 stk eggjahvítur ½ tsk cream of tartar 200 g flórsykur 200 g möndlumjöl eða möndlur muldar í matvinnsluvél Dumlekrem 3 eggjarauður 10 – 12 stk dumle karamellur 1 dl rjómi 100 g rjómasúkkulaði 3-4 msk síróp 200 g smjör (linað) Súkkulaðihjúpur 300 g suðusúkkulaði (einnig hægt að setja suðu- og mjólkursúkkulaði til helminga) Aðferð: Sörubotnar 1. Þeytið eggjahvíturnar þar til byrjar að freyða í þeim. Bætið cream of tartar saman við og stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt er að halda skálinni á hvolfi án þess að eggjahvíturnar fari úr henni. 2. Sigtið flórsykurinn og blandið varlega saman við með sleikju ásamt möndlumjölinu. 3. Setjið deigið á bökunarpappír með skeið eða sprautupoka. Gott að miða við 1/2 -1 tsk. 4. Bakað í um 10 mínútur við 175°C hita (blástur).  Leyfið að kólna á t.d. grind. Aðferð: Dumlekrem 1. Hitið dumle karamellur, rjómasúkkulaði og rjóma í potti við miðlungshita. Kælið þegar karamellurnar og súkkulaðið hafa bráðnað í rjómanum. 2. Þeytið eggjarauðurnar vel. Hitið sírópið örlítið og blandið saman við í mjórri bunu. Bætið smjörinu saman við ásamt dumle rjómablöndunni. 3. Oft er gott að kæla kremið örlítið og leyfa því að þykkna áður en það er sett á sörubotnana. 4. Setjið kremið á sörubotnana með teskeið, gott að miða við ½ - 1 tsk. Það er líka gott að setja kremið í sprautupoka og sprauta kreminu á hverja köku. 5. Kælið kökurnar í smátíma á meðan súkkulaði- hjúpurinn er bræddur. 6. Hjúpið sörurnar með súkkulaðihjúpnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.