Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 8
Dr. med. GÍSLI FR. PETERSEN,
yfirlæknir:
GEISLAVIRK GERVIEFNI OG HAG-
NÝTING ÞEIRRA í LÆKNISFRÆÐI
Fyrirlestur haldinn í hátíðasal Háskóla Islands,
sunnudaginn 20. apríl 1952
Á síðustu árum, eða eftir að kjarnorkan kom til sög-
unnar, hafa geislavirk gerviefni verið notuð í æ ríkara
mæli í læknisfræði, bæði til rannsókna og við lækningar.
Þessi efni eru einnig hagnýtt við rannsóknir á mörgum
öðrum sviðum. Auk Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem
vagga kjarnorkuiðnaðarins var, framleiða Kanada og Eng-
land geislavirk gerviefni til heimanotkunar og útflutn-
ings, og fleiri lönd eru að bætast í hópinn.
I geislalækningum eru örar framfarir og ýmsar merk-
ar nýjungar, sem reyndar eru við lækningar illkynjaðra
meinsemda. Geislavirk gerviefni koma þar einnig við sögu.
Það má ætla, að fróðleikur um þau hafi helzt almenna
þýðingu, og sé áhugaefni flestra, svo mjög sem kjarn-
orkan og allt, er að henni lýtur, hefur hrifið hugi manna.
Þess mun og vart langt að bíða að geislavirk gerviefni
verði notuð hér á landi í nokkrum mæli, enda hefur það
þegar verið borið við, bæði til lækninga og við vísinda-
legar athuganir.
Við suma erlenda háskóla eru haldnir sérstakir fyrir-
lestrar fyrir læknastúdenta um þessi efni, og má af því
ráða, að þekking á þeim er talin mikilvæg, enda vafalítið
að notkun þeirra í læknisfræði mun aukast er fram líða
stundir.
6
Heilbrigt líf