Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 67
TÍMAMÓT
„Heilbrigt líf“ er orðið einu ári á eftir áætlun. Síð-
asta hefti var 10. árgangur, 3.—4. hefti 1950 og kom út
um síðastliðin áramót. Það er illa farið með jafnmerki-
legt og vinsælt tímarit sem þetta var orðið undir for-
ustu dr. med. Gunnlaugs Claessen.
Nú er ætlunin að koma því á réttan kjöl. Reynslan
verður að sýna, hvernig þetta tekst, — fyrirfram er
ekki hægt að gera meira en lofa bót og betrun og byrja
á nýjan leik, það er venja á tímamótum. Nú verður
byrjað á nýjan leik að því leyti, að árinu, sem vantar,
verður sleppt, en til þess að skapa nokkurt samhengi
við það, sem þegar er komið út, fylgir efnisyfirlit
fyrstu 10 árganganna þessu hefti, sem verður 11. ár-
gangur 1.—2. hefti 1952.
Gunnlaugur Einarsson læknir ritaði í formála fyrsta
heftis á þessa leið um tilgang tímaritsins: ,,I fyrsta lagi
er það gert til þess að bæta úr þeirri brýnu þörf fyrir
almenning að eiga aðgang að alþýðlegu tímariti, sem ein-
göngu helgar sig heilsuvernd og heilbrigðismálum. Þar
er alger eyða fyrir í okkar árlegu bókmenntun frá upp-
hafi vega, að undansikldu tímaritunu Eir, sem kom út
í 2 ár um aldamótin síðustu og var þá vel fagnað. Gerði
Eir vafalaust nokkuð gagn, þótt skammlíf yrði.
I öðru lagi er erfitt fyrir almenning að átta sig á
greinum um heilbrigðismál, dreifðum í blöðum og tíma-
ritum, teygðum, styttum eða úrklipptum, allt eftir því,
Heilbrigt líf — 5
65