Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 43
Aðsókn að læknum.
Síðan sjúkrasamlögin komu til sögunnar hefur aðsókn
að læknum farið sífellt í vöxt. Fólkið virðist þó vera mjög
miskvartsárt eftir héruðum, því að sumstaðar vitja
120—-140% héraðslækna, en annarstaðar aðeins 20—50%.
Þetta fer mikið eftir því, hvernig læknirinn er í sveit
settur. ,,í kaupstöðum þarf ekki annað en hringja í síma,
kemur þá læknirinn og er ekki hirt um erfiðleika hans í
ófærð og dimmviðrum, þótt tilefni kvaðningarinnar hafi
lítið verið eða ekki neitt“.
Eftirfarandi fimm héruð höfðu flestar ferðir af þeim
sem gáfu upp ferðafjölda:
1. Akureyrar ................................... 354
2. Breiðamýrar ............................. 210
3. Hofsóss ..................................... 196
4. H^ammstanga ................................. 154
5. Bló'nduóss .................................. 132
Barnsfarir.
Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar fæddust 3703 lif-
andi börn á árinu, en 56 andvana. Læknar voru viðstadd-
ir 2288 fæðingar, oftast til þess að deyfa konuna. Tang-
arfæðingar voru 37, en keisaraskurður var gerður á 8
konum, 4 í Reykjavík, 2 á Akureyri og 2 á ísafirði. Af
þessum 2288 konum dóu 4, en 46 börn. Helztu fæðingar-
erfiðleikar voru, fyrirsæt fylgja (9), föst fylgja, sem
sækja þurfti með hendi (12), meiri háttar blæðingar
(24), fæðingarkrampar (10) og grindarþrengsli (14).
Vansköpuð voru 9 börn. Af barnsförum og úr barns-
farasótt hafa dáið undanfarinn áratug:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Af barnsförum .. 3 3 4 10 8 7 8 7 6 10
Af barnsfarasótt 321333 1 111
Samtals 6 5 5 13 11 10 9 8 7 11
Samkvæmt lögum fóru fram 39 fóstureyðingar hjá
23 giftum konum og 16 ógiftum. Langflestar voru úr
Heilbrigt líf
41