Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 63
ingar áverka, sem skaddað hafa taugar, vöðva eða bein,
vanskapnað og margt fleira, sem of langt yrði upp að
telja.
Mænuveikin er einn hinna ægilegustu óvina mannkyns-
ins. Gegn henni hafa töfralyfin nýju reynzt gagnslaus og
er óhætt að segja, að á byrjunarstiginu verði veikin að
hafa sinn gang, nema hverju góð hjúkrun getur áorkað.
Með afturbatastigið gegnir allt öðru máli. Þar hafa orðið
miklar framfarir hin síðustu ár, svo að þar sem áður
blasti við vonlaus ævi örkumlamannsins, bjarmar nú fyrir
gleðiríkara og nytsamara lífi í mörgum tilfellum. Sama
máli gegnir um bæklanir af öðrum orsökum. Þar hafa
líka unnizt stórir sigrar. En allt kostar þetta mikið vilja-
þrek og starf, ekki sízt sjúklinganna sjálfra. Það veltur
því á miklu að þeir hljóti stuðning samborgara sinna í
sem ríkustum mæli. En hvað má þá gera þessu fólki til
hjálpar?
Ég hef haft nokkur kynni af slíkri starfsemi í Banda-
ríkjunum, og enda þótt viðhorfin þar séu í ýmsu frá-
brugðin því, sem hér er, gildir þó hið sama í höfuðat-
riðum í báðum löndunum. Ég skal því í stuttu máli lýsa
því, hvernig Bandaríkjamenn hafa brugðizt við hinu mikla
vandamáli bæklaðs fólks.
í öllum helztu borgum landsins eru sérstakir spítalar
eða spítaladeildir fyrir bæklað fólk. Sums staðar eru sér-
deildir fyrir mænuveikisjúklinga, en venjulega er ekki
tekið tillit til af hvaða uppruna lömunin er, enda verður
meðferðin í aðalatriðum sú sama.
Læknar slíkra sjúkrahúsa eru sérmenntaðir í bæklun-
arsjúkdómum, en njóta aðstoðar nuddlækna og sérmennt-
aðra nuddkvenna, en þeirra þáttur í starfinu er ef til vill
mestur. Þá þarf til menn, er kunna smíði alls konar um-
búða til stuðnings lömuðum vöðvum og aflöguðum liða-
mótum. Hafa í þeirri grein orðið miklar umbætur, eink-
Heilbrigt líf
61