Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 44
stétt verkamanna og sjómanna eða 20, og sjúkdómsástæð-
iu* voru oftast lungnaberklar (18). í 14 skipti var einnig
tekið tillit til félagslegra ástæðna. Af þeim voru algeng-
astar: Fátækt, umkomuleysi, ómegð, léleg húsakynni og
drykkjuskapur eiginmanns. Vönun var gerð á 3 konum.
Læknar telja, að talsvert sé um getnaðarvarnir og er
nokkuð leitað til þeirra um ráð, sérstaklega, „þar sem
barnkoma er mest og afkoma fólksins lélegust“. Úr Hest-
eyrarhéraði: „Aðeins 1 fæðing í héraðinu á árinu, enda
stofna engin ung hjón til búskapar lengur og hafa
ekki gert í mörg ár“.
Slysfarir.
Slysfarir voru með meira móti og voru flugslysin til-
finnanlegust. Þann 29. maí varð flugslysið mikla í Héð-
insfirði, þar sem 25 manns fórust. Tveir menn fórust
í lendingu í Mosfellssveit og flugvél hrapaði í sjóinn í
Hvammsfirði og fórust þar 4 farþeganna, en 4 komust
af. Alls fórust því hér 31 manns í flugslysum, en 23
drukknuðu. Annars skiptast slysfarir þannig:
Flugslys ............................................... 31
Drukknun ............................................... 23
Bifreiðaslys ......................................... 16
Sjálfsmorð ............................................. 10
Hrap og lemstur ........................................ 10
Slysfarir á síðasta áratug eru á þessa leið:
Ár ...... 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Slysfarir 75 55 93 195 117 127 124 87 94 100
Sjálfsmorð 15 12 12 8 13 12 7 12 18 10
En slysadauðinn er þó ekki nema lítið brot af öllum
þeim slysum, sem mannfólkið verður fyrir. Menn verða
fyrir bílum, detta af bílum, beinbrotna, merjast, skerast,
togna, lenda í vélum, að ógleymdum íþróttaslysunum,
sérstaklega skíðaslysum, sem eru mjög tíð. Fólk dettur
42
Heilbrigt líf