Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 42
kostur þess, að sögn héraðslæknis nokkurs, er, að fólk-
inu er „auðveldara að útrýma lúsinni, því að það getur
keypt lúsalyfin undir nafni flugnaeitursins og þannig
komizt alveg hjá því að fara hjá sér“. Á einum stað er
þess getið, sem einsdæmis, að kennarinn hafði aldrei
fengið lús á sig þennan vetur. Og ekki meira um óþrif
á prenti að þessu sinni.
Matið á kvillum skólabarna hefur til þessa verið mjög
á reiki, enda að mestu byggt á persónulegu mati þess,
sem skoðar í hverjum skóla. En því aðeins er hægt að
gera sér glögga grein fyrir heilbrigðisástandi barnanna,
að það sé alstaðar metið eftir sömu reglum. Þess vegna
var á síðasta læknaþingi, sem haldið var í Reykjavík
23.—25. ágúst 1951 samþykkt eftirfarandi tillaga um
skoðun skólabarna: „Aðalfundur L. f. 1951 lítur svo á,
að brýna nauðsyn beri til þess að efla og samræma skóla-
eftirlitið í landinu, ef það á í nútíð og framtíð að geta
skipað þann sess í heilbrigðismálum þjóðarinnar, sem
ber og bráðnauðsynlegt verður að teljast.
Þá ályktar fundurinn að skora á framiívæmdastjórn
fræðslumála í landinu að láta eigi lengur en orðið er
undir höfuð leggjast að framkvæma XI. kafla laga um
fræðslu barna (nr. 34, 29. apríl 1946), það er kaflann
um heilbrigðiseftirlit í skólum“. Fundurinn kaus 5 manna
nefnd til þess að fylgja eftir tillögunum.
Á þessu ári er svo komið, að því er læknar telja, að
skólar eru góðír fyrir 74.3% barnanna, viðunandi fyrir
22.7% og óviðunandi fyrir 3% (416). Tæp 12 þúsund
börn hafa vatnssalerni til afnota, tæp 2000 hafa forar
eða kaggasalerni, en 113 börn hafa ekkert salerni. Leik-
fimihús og bað hafa tæp 10 þúsund börn, eða 71.4%.
Yfirleitt getur ástandið talizt gott, þótt enn séu staðir,
þar sem umbóta er þörf, eins og t. d. þar, sem gamalt
samkomuhús er notað fyrir heimavistarskóla. Þar eru
börnin tekin úr skólanum í kuldatíð.
40
Heilbrigt líf