Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 41
Ýmsir sjúkdómar.
Af því, sem einstakir héraðslæknar taka fram um al-
gengustu kvilla fólks auk farsótta, má ráða, að þeir séu:
Tannskemmdir, meltingartruflanir, taugaveiklun, gigt,
slappleiki, blóðleysi, slys og húðsjúkdómar. Mikið er um
fjörefnaskort, ef marka má umsagnir héraðslæknanna,
sérstaklega B- og C-fjörefnis. Þó virðist oftast vera um
óljósar kvartanir að ræða svo sem slen, máttleysi, handa-
doða og alls konar leiðinlegheit, sem svo batnar við fjör-
efnagjafir.
Sjaldan mun þó um greinilega sjúkdóma af bætiefna-
skorti að ræða, enda þótt beinkröm og skyrbjúgur séu
nefndir. Ekki eru þó allir á eitt sáttir, einn telur flest
þetta fólk leita til sérfræðinga í Reykjavík, en komi svo
heim með sjúkdómsgreininguna bætiefnaskortur. „f því
er sama krömin, þótt það éti vítamínstöflur í hundraða
eða jafnvel þúsunda tali“. Flestum reyndist þó fjörefnin
vel. f þessum kafla er alls getið 44 sjúkdóma.
Kvillar skólabarna.
Skýrslur um skólaskoðanir taka til tæplega 14 þúsund
bama, 15 börnum var vísað frá skóla vegna berklaveiki,
en 36 voru talin berklaveik, en ekki nægilega mikið til
þess að þau þyrftu að hverfa frá námi.
Lús eða nit fannst í 802 börnum, en geitur fundust
ekki. Algengustu kvillarnir voru kverkabólga og kvef-
sótt. Tennur eru mjög slæmar og fundust tannskemmdir
í rúmlega 5 þúsund börnum af 8147 þar, sem ástands
tanna er getið, eða 67%. Það voru til jafnaðar 2 skemmd-
ar tennur á hvert barn.
Einn héraðslæknir lætur þess getið, „að fólk virðist
una því illa að sjá getið um óþrif sín á prenti í Heil-
brigðu lífi og mun þykkja og átthagametnaður, sem þau
skrif ollu, hafa orkað til bóta“. Þótt lúsarinnar sé ennþá
víða getið, þá virðist hún vera á undanhaldi. Ýmsir þakka
þetta DDT-skordýraeitrinu, sem vafalaust er rétt. Einn
Heilbrigt líf
39