Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 97
Heillamerki Rauða krossins, sem fólk var farið að læra að nota,
einkum á jólabréf og pakka, fékk deildin engin að þessu sinni, en
myndi geta haft af talsverðar tekjur, ef hægt væri að útvega.
Deildin naut eins og áður styrks frá Akureyrarbæ og Eyjafjarðar-
og Þingeyjarsýslum, en tekjur voru nú engar af samkomum, sem
oft hefur áður verið, en með breytingum, sem gerðar voru nýlega
á einu samkomuhúsi bæjarins, þar sem deildin eftir gamalli hefð
hafði fengið að halda áramótadansleiki, sem jafnan var stærsti
tekjuliður hennar, er nú burtu fallinn þessi góði tekjuliður.
Fjárhagur deildarinnar hélzt þó sæmilega í horfinu, en með fylgja
afrit af endurskoðuðum reikningum deildarinnar. Niðurstöðutölur
reikninganna voru: Tekjur: kr. 38.503,66. Gjöld: kr. 23.027,30, og
hagnaður því kr. 15.476,36. Skuldlaus eign: kr. 122.710,00.
Félagar í árslok 1951 voru: 436 ársfélagar og 42 ævifélagar.
Hafnarf jaröardeild.
í stjórn félagsins eru:
Olafur Einarsson, formaður.
Björn Jóhannsson, ritari.
Hjörleifur Gunnarsson, gjaldkeri.
Ingibjörg Ogmundsdóttir.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Agústa Jónsdóttir.
Haraldur Kristjánsson.
Tala meðlima í deildinni: 208. Skuldlaus eign deildarinnar:
Sjúkrabifreið og í félagssjóði kr. 13.474,55.
Helztu framkvæmdir á árinu:
a. Sjúkrabíliinn annaðist sjúkraflutning fyrir bæjarbúa, einnig
í Keflavík og Gullbringu- og Kjósarsýslu.
b. Deildin hafði framkvæmd um að koma 10 bömum á sumar-
dvalarheimili.
c. Gengizt var fyrir fjársöfnun til nauðstadds fólk á Ítalíu.
1 safj arðardeild.
Ársskýrsla ókomin.
Keflavíkurdeild.
Ársskýrsla ókomin.
Neskaupstaðardeild.
Ársskýrsla ókomin.
Reykj avíkurdeild.
Á sameiginlegum fundi stjórnar RKI og stjórnar deildarinnar,
hinn 5. júní 1951, var ákveðið, að deiidin tæki að öllu leyti við
Heilbrigt líf
95