Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 100
Jón Hjaltalín Gunnlaugsson, læknir.
Sigurbjörg Hólm.
Sigrún Straumland.
Endurskoðendur voru kosnir þeir Hafliði Helgason og Daníel
Þórhallsson.
Þrír stjórnarfundir voru haldnir á árinu.
Á öskudaginn seldust merki fyrir kr. 1.414,00, brúttó. RKÍ hefur
verið sendur sinn hluti ásamt skilagrein.
Engin jólamerki bárust frá RKÍ. Þá sendi RKÍ deildinni 50 ein-
tök af tímariti sínu „Heilbrigt líf“. Deildin seldi 47 eintök og hef-
ur gert skilagrein og greitt tímaritið til RKÍ.
Þá safnaði deildin fé og fatnaði handa bágstöddu fólki á flóða-
svæðinu á Norður-Ítalíu. Söfnuðust kr. 2.945,00 í peningum, og
fatnaður að verðmæti ca. kr. 2.000,00. Hefur þetta verið sent RKÍ
ásamt skilagrein.
í árslok átti deildin kr. 22.916,24 í sjóði. Á aðalfundi var sam-
þykkt að gefa kr. 10.000,00 — tíu þúsund krónur — til kaupa á
röntgentækjum handa sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Vestmannaeyjadeild.
Deildin starfaði með líkum hætti og fyrr. Ólafur Ó. Lárusson,
fyrrv. héraðslæknir, sem verið hafði formaður deildai'innar frá
stofnun, lét af störfum, en í hans stað var kjörinn formaður Einar
Guttormsson, sjúkrahússlæknir. Ólafur Lárusson var kjörinn heið-
ursfélagi RKÍ, eftir tillögum deildarinnar hér, í virðingar- og þakk-
lætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu hennar.
í desember var, eftir tilmælum RKÍ, hafin söfnun til bágstadds
fólks á flóðasvæðinu á Norður-Ítalíu, og söfnuðust kr. 6.063,10, auk
fatnaðar, og var hvort tveggja sent Rauða krossi Islands.
Merkjasala deildarinnar fór fram á öskudaginn, og stóð hr. skóla-
stjóri, Halldór Guðjónsson, fyrir henni af gamalli tryggð við deild-
ina. Inn komu alls kr. 2.475,50, og þar af gekk samkvæmt lögum
félagsins helmingurinn til RKÍ, kr. 1.237,75.
Sjúkrabifreið deildarinnar er nú fengin og í fullum gangi og
reyndist hið bezta og þarfasta tæki. Önnur baráttumál deildarinnar
eru hin sömu og áður, fyrir sóttvarnarhúsi, sem sækist seint, og
fyrir gufubaðstofu, sem smámiðar áfram í stórhýsi Templara, sem
verið er að byggja hér, en auk þess hefur deildin tekið upp sem sitt
aðalbaráttumál, að vinna að söfnun fjár til að koma upp fæðingar-
stofu, einni eða tveimur, í sambandi við sjúkrahús bæjarins, en
helmingur fæðandi kvenna hér fæðir nú í sjúkrahúsi bæjarins. Mein-
ingin er að fá ráð á einni eða tveimur stofum, sem eingöngu yrði
ætlaðar sængurkonum.
Stjórn deildarinnar skipa nú:
98
Heilbrigt líf