Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 18
geta lifað af geislaáhrifin, vegna þess að ekki eru tök á
því að gefa nægilega stóran geislaskammt, án þess að
skaða heilbrigða vefi um of. Þegar mein hafa sáð sér og
setzt að í öðrum líffærum, eru venjulega litlir möguleik-
ar á því að eyða þeim með röntgengeislum. Geislavirk
gerviefni hafa stundum orðið að liði, þar sem sjúkdóm-
urinn er kominn á svo hátt stig, eins og vikið verður að
síðar.
Það er að vísu sveipað huliðsblæju á hvern hátt radium-
og röntgengeislar valda þessum vefjabreytingum. Það þyk-
ir þó víst, að það sé í aðalatriðum þannig, að þegar geisl-
arnir smjúga vefi líkamans, hitti þeir frumeindir efnis-
ins, og með þeim árangri að rafeindir losna af braut sinni
umhverfis kjarnann og þeytast út úr frumeindunum. Þess-
ar rafeindir, sem eru betageislar, hafa síðan einnig áhrif
á aðrar frumeindir. Geislarnir eyðast eða hverfa að meira
eða minna leyti í vefjunum, en orka þeirra raskar bygg-
ingu frumeindanna, sem deilast í jákvæða og neikvæða
hluta (jóna) og rafmagnsjafnvægi efnisins gengur þannig
úr skorðum. Líf frumanna getur þá truflazt svo mjög, að
þær veslast upp og eyðast, ef geislaáhrifin eru nógu
kröftug.
Geislan Það er líkt um geislan gerviefnanna og geisl-
gerviefna. andi efna í náttúrunni, eins og t. d. radiums.
Hægfara breytingar verða í atomkjörnunum
og tengiorka sú, sem heldur einstökum einingum kjarnans
saman, losnar og kemur fram sem geislaorka. Mikill fjöldi
geislavirkra gerviefna er kunnur, en það eru aðallega þrjár
tegundir geisla, sem efnin senda frá sér: Betageislar, sem
eru rafeindir með neikvæðri rafhleðslu, og 'pósitrónur, sem
eru rafeindir með jákvæðri rafhleðslu, en hvort tveggja
eru efnisagnir. í þriðja lagi eru gammageislar. Geislan
frá geislavirkum gerviefnum er því mjög svipuð og sama
16
Heilbrigt líf