Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 83
ÍSLENZKIR LÆKNAR
1. janúar 1952 voru alls 205 læknar, sem hafa lækn-
ingaleyfi á íslandi. Hér á landi voru búsettir 184, þar
af 103 í Reykjavík. Fimm voru við framhaldsnám hér
eða erlendis og 16 búsettir erlendis. Þeir skiptast þann-
ig eftir löndum: Danmörk 10, Bandaríkin 3, Bretland 1,
Júgóslavía 1 og Noregur 1. Auk þess eru 7 íslenzkir
læknar, sem ekki hafa lækningaleyfi á íslandi, búsettir
erlendis. Lækningaleyfi eiga 31 læknakandidatar ófengið
og eru þeir ýmist við störf eða framhaldsnám hér eða
erlendis.
Tannlækningaleyfi hafa 35 tannlæknar hér á landi,
þar af eru 20 búsettir í Reykjavík, en hinir í kaupstöð-
um úti á landi.
Tveir eiga ófengið lækningaleyfi.
Dýralæknar eru 9 hér á landi, 4 í Reykjavík og einn á
hverjum eftirtalinna staða: Akureyri, Borgarnesi, Egils-
stöðum, Hellu og Selfossi.
Af skránni féllu frá á síðastliðnu ári þrír læknar:
Ingólfur Gíslason, f. 17. júlí 1874, kand. 1901, fyrr-
verandi héraðslæknir. Dáinn í Reykjavík 14. maí 1951.
Richard Kristmundsson, f. 21. júní 1900, kand. 1927.
Aðst.læknir í Kristnesi. Dáinn í Kristnesi 7. sept. 1951.
Valdemar Erlendsson, f. 16. júlí 1879, kand. 1909.
Læknir í Friðrikshöfn í Danmörku. Dáinn í sjúkrahúsi
í Hjörring 16. sept. 1951.
(Læknatal 1, jan. 1952. Gefið út af skrifstofu landlæknis).
Hér er því, sem betur fer, enginn læknaskortur og
Heilbrigt líf — 6
81