Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 62
HAUKUR KRISTJÁNSSON,
læknir:
HJÁLPUM ÞEIM SEM HJÁLP ÞURFA
1 Reykjavík hefur nú verið hafizt handa um stofnun
félags til hjálpar lömuðu og fötluðu fólki og er ætlunin
að ná til sem flestra landsmanna í öðrum héruðum, svo
fljótt sem auðið er. Hvarvetna í menningarlöndum heims-
ins eru til slík samtök og hafa víða komið miklu góðu
til leiðar.
Margir munu ef til vill halda þetta óþarfa hér, síðan
fullkomnar almannatryggingar tóku til starfa og telja
það skyldu hins opinbera að sjá fyrir lömuðu fólki, sem
öðrum öryrkjum þjóðarinnar. Þetta er þó mesti misskiln-
ingur, því hversu góðar sem stofnanir ríkisins kunna að
vera, hljóta frjáls samtök einstaklinganna að geta orðið
til mikillar aðstoðar.
Hvernig halda menn t. d. að menntamálum okkar væri
komið, ef ekki væri til fjöldi félagssamtaka, er vinna að
framgangi þeirra við hlið þess opinbera ? Sama máli gegn-
ir á mörgum öðrum sviðum. Þar má benda á ágæt störf
ýmissa líknarfélaga, svo sem Rauða krossins, Berklavarn-
arfélagsins, Blindravinafélagsins, Krabbameinsfélagsins
o. fl. o. fl. Þeir sem þjást og líða þarfnast hjálpar okkar,
sem heilbrigð erum og okkur á að vera Ijúft og skylt að
veita þeim lið.
Lamanir og bæklanir geta átt rót sína að rekja til mis-
munandi orsaka. Sú langalgengasta er mænuveikin. En
auk þess má nefna meðfæddar skemmdir í heila, afleið-
60
Heilbrigt lif