Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 98
rekstri og umsjón með sumardvölum barna, sem RKÍ hefur haft
með höndum undanfarandi ár. Samkvæmt þessu starfrækti deildin
sumardvalarheimili á þrem stöðum. Alls dvöldu á vegum deildar-
innar 190 börn.
Síðari hluta desembermánaðar tók deildin í notkun tvo nýja
sjúkrabíia. Kostuðu þeir hingað komnir kr. 185.000,00, þar af var
eftirgefinn afsláttur af flutningsgjaldi og eftirgefin álagning sam-
tals kr. 23.000,00. Eins og áður annaðist slökkvilið Reykjavíkur
sjúkraflutningana á vegum deildarinnar. Árið 1951 voru sjúkra-
flutningar með bifreiðum deildarinnar, eins og hér segir:
Innanbæjarflutningar ................................. 2999
Utanbæjarflutningar .................................... 66
Flutningar vegna slysa ................................. 93
Alls 3158
Sunnudaginn 18. nóvember hafði deildin félagasöfnun. Voru það
aðallega nemendur úr Hjúkrunarkvennaskóla Islands, Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur og gagnfræðaskólum bæjarins, undir stjórn deild-
arinnar, sem önnuðust söfnunina.
Eins og að undanförnu voru merki RKI seld á öskudaginn. I
Reykjavík annaðist deildin merkjasöluna. 1951 söfnuðust alls kr.
44.342,50 fyrir merki og í gjöfum, þar af var RKI greitt af merkja-
sölunni kr. 20.000,00.
Deildin vann ásamt stjórn RKÍ að söfnun handa því fólki, er
verst varð úti vegna flóðanna í Pódalnum á Italíu.
Þá vann fulltrúi frá deildinni með stjórn RKI að því að full-
gera barnaheimili að Laugarási, svo að þar mætti starfrækja sumar-
dvalaheimili fyrir börn sumarið 1952.
Önnur þau mál, sem deildin hefur haft til umræðu og athugun-
ar, eru helzt þessi:
1. Athugun á starfrækslu sumardvalaheimilis fyrir vangæf börn.
2. Að koma upp nokkrum birgðum af nauðsynlegustu hjálpar-
og hjúkrunargögnum, sem væru tiltækar, ef hingað bærust
hættulegar farsóttir eða eitthvað óvenjulegt bæri að höndum.
3. Að koma á fót námskeiðum, þar sem kennd verði fyrsta hjálp
og aðstoð, ef hingað bærust hættulegar farsóttir eða til hern-
aðaraðgerða kæmi hér.
Skuldlausar eignir í árslok voru kr. 122.683,40, þar af eignaaukn-
ing á árinu kr. 92.854,80.
Félagar í árslok voru: 2100 ársfélagar og 174 ævifélagar.
Stjórnin hélt 12 fundi á árinu 1951.
Stjórn deildarinnar skipa:
96
Heilbrigt líf