Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 80
Til þess að sem flestir geti orðið þessarar aðgerðar
aðnjótandi, hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin geng-
izt fyrir því að senda sérfræðinga til þeirra landa, sem
ekki hafa þá. Þannig fór Crafoord prófessor frá Svíþjóð
til Póllands, Austurríkis og Júgóslavíu og Husfeldt pró-
fessor frá Danmörku til Tyrklands og Israel.
Þessi starfsemi hefur átt drjúgan þátt í að útbreiða
þekkingu á eðli og meðferð sjúkdómsins. Reynslan bendir
til þess að svipað fyrirkomulag geti komið að miklum
notum til útbreiðslu þekkingar og tækni á sviði lækna-
vísindanna til þess að sem flestir geti notið framfara
þeirra í svipuðum mæli og þeir, sem búa við bezt skil-
yrði til að njóta þeirra.
Nýtt svið opnast.
Það er ekkert lát á þeirri viðleitni að bæta sem flest
mein mannanna. Skurðlækningum hefur fleygt fram
síðustu árin og enn eru ótrúlegustu hlutir að ske á því
sviði. Það þykir ekki lengur í frásögur færandi, þótt
skorið sé burtu lunga eða lungnapartar, það er daglegur
viðburður á flestum meiri háttar sjúkrahúsum.
Merkustu nýjungar síðari ára í skurðlækningum, má
vafalaust telja aðgerðir á hjartanu og stóru æðunum,
sem út frá því ganga, en slíkar aðgerðir eru nú óðfluga
að breiðast út.
Hjartasjúkdómar, sem helzt koma til greina sem
skurðtækir, eru meðfæddir hjarta- og æðagallar og loku-
þrengsli, en þau eru afleiðing bólgu í hjartalokunum,
sem valdið hefur samvexti þeirra með örvef og þar af
leiðandi þrengslum.
Aðgerðir, sem miða að því að lagfæra vanskapnað á
hjarta eða æðum eru, enn sem komið er, eingöngu gerðar
á stóru æðunum, sem ganga frá hjartanu (sbr. „blá börn“,
sem er ein af mörgum). Lagfæring á lokaþrengslum er
eina aðgerðin, þar sem farið er inn í sjálft hjartað. Er
-78
Heilbrigt líf