Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 10
um er bylgjulengdin, en hún er mörg þúsuncl sinnum
styttri en í ljósgeislum.
Eiginleikar þessara þriggja geislategunda eru æði ólík-
ir. Alfaagnirnar (heliumfrumeindir, sem hafa misst tvær
neikvæðar rafhleðslur) þeytast út úr efninu með hraða,
sem er nokkrir hundruðustu hlutar af Ijóshraðanum, en
hann er sem kunnugt er nálægt 300.000 km/sek. Þær kom-
ast mjög stutt, stöðvast í lofti eftir nokkurra sentimetra
flug, og smjúga ekki pappaspjald eða aluminiumþynnu,
sem er að þykkt y20 úr mm. Alfageislarnir hafa enga þýð-
ingu í geislalækningum með radium og eru síaðir frá.
Betageislarnir eru hraðfleygar rafeindir og þeytast út
úr efninu með allt að því sama hraða og ljósið. Þeir smjúga
mun betur en alfageislarnir, en það má stöðva þá að mestu
með blýþynnu, sem er 1 mm að þykkt. Við radiumlækn-
ingar eru þeir lítið notaðir, en eru venjulega einnig síað-
ir frá. Hins vegar eru þeir notaðir við lækningar með
geislavirkum gerviefnum. Gammageislarnir frá radium,
og á sama hátt röntgengeislar, hafa mikinn hæfileika til
þess að smjúga hin ýmsu efni í náttúrunni og þá einnig
vefi líkamans. Það eru fyrst og fremst þeir, sem eru hag-
nýttir við radiumlækningar.
Læknar, sem vinna með radium, hafa sjaldnast séð efnið
sjálft. Það er í lokuðum nálum eða smáhylkjum, sem eru
t. d. úr iridium og platinu. Venjulega eru aðeins nokkur
milligrömm, eða örfá sentigrömm af radium í hverju
þeirra. Nálunum er raðað í blýöskjur eða blýhólka við
læknisaðgerðir. I gegnum þessar umbúðir komast aðeins
gammageislar, sem smjúga tiltölulega djúpt, eru ,,harðir“,
sem svo er nefnt, en aðrir geislar hafa síazt frá. Eðlis-
þungi og þykkt efnisins, sem geislarnir fara í gegnum,
ræður því, að hve miklu leyti þeir stöðvast. I Landspítal-
anum er t. d. 7 cm þykkt blý utan um radiumbirgðirnar
8
Heilbrigt líf