Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 11
(168 mgr. radiumsulfat), en í námunda við geymsluna er
þó töluverð geislan, sem fer í gegnum þessa blýþykkt.
Það vakti mikla furðu í heimi náttúruvísindanna, þegar
hin geislandi efni fundust. Þau breyttu fyrri hugmyndum
manna um frumefnin, og það má með sanni segja, að
uppgötvun röntgen- og radiumgeislanna, rétt fyrir síðustu
aldamót, marki alger tímamót í eðlis- og efnafræði. Enda
er þar upphaf kjarnorkualdarinnar, ef rétt er að tala um
upphaf eða endi hinnar órofa þróunar vísindanna.
Hvaðan kemur sú orka, sem á þennan hátt streymir
stöðugt frá geislandi efnum? Þar má stikla á því stærsta,
en það er þó nauðsynlegt til frekari skýringar á eigin-
leikum þeirra og áhrifum.
Geislavirk efni, sem finnast í náttúrunni, og efni, sem
hafa verið geislamögnuð af mannavöldum, þ. e. geislavirk
gerviefni, eru óstöðug eða hverful. Þau eru sífellt að leys-
ast sundur og breytast. Sú orka, sem losnar ur læðingi
við það, kemur fram sem geislaorka.
Radium heyrir til þeim flokki geislaefna, sem kennd eru
við úranium. Það efni hefur frá örófi alda ummyndazt
og orðið að radium við það, að efnisagnir þeytast úr frum-
eindakjörnunum jafnframt gammageislum. Sundurlausn-
in heldur stöðugt áfram og radium breytist smátt og smátt
í ný og ný geislaefni, jafnframt því sem geislanin dvínar.
Þegar henni er lokið, er radium orðið að blýi. Sundurlausn-
in er órofa frá einu stigi efnisins til þes,s næsta, og er
bundin ákveðnum lögmálum. Áður en radium er orðið að
blýi, hefur því komið frarn röð geislandi efna. Þau eiga
sér mjög mismunandi langan aldur. Hann er miðaður við
helmingstíma, sem svo er nefndur, en það er sá tími sem
líður, þar til efnið hefur misst helminginn af geislamagn-
inu, og getur hann verið brot úr sekúndu eða margar
aldir. Radium er sjálft tiltölulega varanlegt efni, því að
það missir helming geislamagnsins á 1590 árum, og hefur
Heilbrigt líf
9