Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 59
Þess háttar afleiðingar koma ekki eftir blásningu, sem líka
er hægt að endurtaka mörgum sinnum. Hins vegar gildir
það um hvora tveggja aðferðina, að bólgur mega ekki vera
í kynfærunum eða afleiðingar þeirra, sem ekki hafa full-
komlega hjaðnað.
Fyrir 1914 var reynt að skoða legholið með þar til gerðu
áhaldi, sem var farið með inn í legið og það „,speglað“
innan, en það féll alveg niður eftir að farið var að taka
röntgenmyndir af því. Á seinni árum hefur þessi aðferð
þó verið tekin upp aftur, og eru nú til miklu betri tæki
til þess en áður, auk þess sem smithættan er ekki eins
mikil og lyf til, sem vinna á sýkingu, ef svo illa tekst til.
Verkfæri það, sem notað er, líkist því sem haft er til
blöðru-„speglunar“ og má með því fara með örfína þræði
eftir eggvegunum. Þessa rannsókn gera þeir, sem við hana
fást á viðtalstofum, sem bendir til þess, að hún sé ekki
mjög fyrirhafnarmikil.
Með þessum þremur aðferðum, röntgenmynd af leg-
holi og eggvegum, blásningu á eggvegum og speglun á
legholi, er hægt að athuga ásigkomulag legsins og egg-
veganna, en þá er eftir að athuga ástand eggjakerfanna.
Vegna þess, hve innarlega þau liggja í grindarholinu, er
oft erfitt að þreifa á þeim við rannsókn á konunni, er
oft ekki um annað að gera en að ganga út frá því, að
þau starfi eðlilega, ef ytri kynfæri eru eðlilega þroskuð
og engin finnanleg einkenni eru um truflun á starfi inn-
rennsliskirtlanna.
Hin einasta raunhæfa þekking, sem fengist hefur á
starfsemi eggjakerfanna við allar rannsóknir er sú, að
egglos fer fram 14 til 16 dögum fyrir næstu tíðir. Ef tíðir
eru reglulegar er auðvelt að reikna þetta út, en séu tíð-
irnar óreglulegar, er mjög erfitt að ákveða tíma egglos-
ins. Það gefur ekki heldur alltaf árangur, þó sætt sé lagi
með samfarir 14 til 16 dögum fyrir næstu tíðir. Það er
Heilbrigt líf
57