Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 78
um fjölda hafa 16 milljónir verið bólusett gegn berklum
með svonefndu BCG-bóluefni. Það er í ráði að auka
þessa starfsemi enn til muna og láta hana ná til fleiri
landa. Þessi herferð gegir berklum er undir forustu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Forustumönnum starfseminnar er ljóst, að hér gefst
einstakt tækifæri til vísindalegrar rannsóknar á áhrif-
um bólusetningar gegn berklum og hefur í þeim tilgangi
verið komið á stofn sérstakri rannsóknarstöð í Kaup-
mannahöfn. Þar verður safnað skýrslum frá hinum
ýmsu löndum og þær rannsakaðar. Meðal margra spurn-
inga, sem leitazt er við að ,svara, eru þessar t.d.: Hve
áhrifamikil er bólusetningin í einstökum löndum? Hver
er heppilegasti aldurinn til bólusetningar? Er nauðsyn-
legt að bólusetja oftar en einu sinni? Ef svo er, þá, hve
oft?
Starfsemin er í svo stórum stíl og þess vegna úr svo
miklu að vinna að búast má við mjög merkilegum árangri
af rannsóknunum. Það er von þeirra, sem að þeim standa,
að hér gæti opnast leið til að halda berklunum í skefj-
um, ekki aðeins meðal einstakra þjóða, heldur á alþjóða
vettvangi.
í sambandi við þessar aðgerðir, verða sérstakar rann-
sóknir gerðar í Indlandi, Egyptalandi og hér á íslandi.
Af ýmsum ástæðum þykja aðstæður til rannsókna mjög
heppilegar hér á landi. Það er tiltölulega einangrað og
auðvelt að fylgjast með hverjum einstaklingi. Vegna
þess merkilega starfs, sem unnið hefur verið hér á landi
í berklavörnum, skapast hér sérstakar aðstæður, því að
berkladauði fer ört lækkandi, án þess að bólusetning
komi til greina sem orsök. Þessi rannsóknarstörf verða
undir stjórn Sigurðar Sigurðssonar, berklayfirlæknis.
„Blá börn“.
Flestir hafa heyrt talað um „blá börn“, sem svo eru
nefnd, en þau eru fædd með vanskapað hjarta. Það er
76
Heilbrigt líf