Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 24
efna í samræmi við kjarnorkulögin þar í landi. Banda-
ríkin, Kanada og England munu væntanlega gefa út sam-
ræmdar reglur um þetta efni á næstunni.
Geislahætta fyrir starfsfólk er aðallega þar, sem efnin
eru framleidd eða unnið með þeim á rannsóknarstöðvum.
Á undanförnum árum hefur og notkun geislaefnanna til
lækninga aukizt hröðum skrefum, og jafnframt sú hætta,
sem af þeim getur stafað. Á þetta ekki sízt við um krabba-
meinslækningar, því að við þær eru notuð efni, sem hafa
kröftuga geislan.
Við geislalækningar og röntgenskoðanir þarf aðgæzlu
og geislavernd fyrir lækna og hjúkrunarlið. Geislavirk
gerviefni eru nýr þáttur í geislalækningum, sem krefst
samskonar varna, en á annan hátt, þar sem geislahættan
kemur fram í nýrri mynd.
Þegar röntgengeislar eru notaðir til lækninga eða
skyggninga og myndatöku, stafar röntgengeislum frá
sjúklingnum í allar áttir. Hann verður meira eða minna
geislandi eftir því, hve stórt svæði líkamans er geislað
og því, hve djúpt geislarnir smjúga í holdið. Þegar straum-
urinn er tekin af tækinu, hættir jafnframt öll geislan frá
sjúklingnum.
Geislavirkum efnum er oft dælt inn í blóð sjúklinga eða
þeir fá það í upplausn sem drykk. Sjúklingarnir eru geisl-
andi meðan efnið er í líkamanum og geislan þess helzt,
en það er mismuandi lengi og mikið eftir því, hvert efnið
er og hve helmingstími þess er langur. Starfsfólk þarf
verndar gegn útgeislun frá sjúklingum, um lengri eða
skemmri tíma, og einnig getur þess verið þörf að verja
sjúklingana hvern fyrir öðrum. Geislahættan við lækn-
ingar með gerviefnum er því ólík því, sem er við röntgen-
lækningar.
Gammageislar frá geislavirkum gerviefnum smjúga
djúpt og geta farið í gegnum töluverða efnisþykkt, án
22 Heilbrigt líf