Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 34
heldur áfram að fækka og er nú Sléttuhreppur að syngja
sitt síðasta lag, þar eru nú aðeins eftir 88 sálir af 431
1942, eða fyrir 5 árum, og eru horfur á, að mestur hluti
þess, sem eftir er, fari á næsta ári“. í Flateyrarhéraði
hafði ekkert fækkað á árinu, en „mun það fremur stafa
af erfiðleikum á því að fá inni í Reykjavík en bættum
afkommnöguleikum heima fyrir“, eins og læknirinn þar
kemst að orði, og í flestum sveitahéruðum kveður við
sama tón árið 1947.
Sóttafar og sjúkdómar.
Um það segir svo í skýrslunum: „Með meira móti
mun árið hafa verið kvillasamt af farsóttum, því að bæði
voru á ferð innflúensa og mislingar og í kjölfar þeirra
kveflungnabólga með meira móti. Enn fremur stungu
rauðir hundar sér niður víða um land, auk þess, sem
framhald varð á faraldri af mænusótt, er hófst á síðast-
liðnu ári. Loks virðist almenn kvefsótt hafa látið öllu
meira á sér bera en í meðallagi. Ekki sér þó þessarar
kvillasemi stað í dánartölu ársins, sem heita má í lág-
marki (8.6%0) og hefur aðeins einu sinni orðið lægri,
ef svo má kalla, þ. e. á síðastliðnu ári (8.5%0)“.
Manni dettur ósjálfrátt í hug, hvern usla svo kvilla-
samt ár hefði gert fyrr á tímum, með innflúensu, misl-
ingum og kveflungnabólgu og hve mikið hefur áunnizt,
en alls þessa gætir ekkert í dánartölu ársins 1947.
Farsóttir.
Kverkabólga var svipuð og undanfarin ár og um ekk-
ert frábrigðileg. Alls skráðir um 5273 sjúklingar á árinu
og tveir dánir.
Kvefsótt var með meira móti, rúmlega 20 þúsund sjúkl-
ingar skráðir, en fjórir eru taldir dánir úr henni. Flestir,
sem leita læknis vegna kvefsóttar, eru skráðir, en það eru
fáir, því að það má gera ráð fyrir, að næstum hver maður
fái kvef a. m. k. tvisvar á ári. Mörkin milli innflúensu
32
Heilbrigt líf