Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 51
saka þessi mistök, sem varða fólkið svo miklu. Það getur
ef til vill verið nægilegt að samræma þannig samfarir,
að þær fari fram á þeim tíma, sem egglosið er helzt vænt-
anlegt. Það kemur líka fyrir, að hjón gæta ekki hófs í
samförunum vegna áhugans að afla sér afkvæmis. Þær
verða því svo tíðar, að manninum gefst ekki tími til þess
að safna neinum sæðiskornum og þannig gengur hann svo
nærri sæðisframleiðslu sinni, að það eru engin tiltækileg
þegar egglosið á sér stað hjá konunni. Loks koma hjóna-
bönd, sem árum saman hafa flúið frjósemina með því að
nota varnarmeðul, en síðar, þegar á reynir, kemur í ljós,
að þess var ekki þörf, því hjónabandið var frá upphafi
ófrjótt.
Orsakir.
Orsakanna er víða að leita og verður því fyrst og fremst
að fá nákvæmar uppiýsingar um heilsufar konunnar frá
upphafi.
Ýmsir algengir sjúkdómar geta valdið skemmdum á kyn-
kirtlunum hjá báðum kynjum, og er hettusóttin einkum
skæð. Það eru engu síður konur en karlar, sem verða
þannig upp úr hettusótt, þótt oft verði síður vart við það
hjá þeim meðan sjúkdómurinn stendur yfir.
Skarlatsótt, blóðeitranir og aðrir ígerðarsjúkdómar á
unga aldri geta oft skemmt eggjakei'fin. Botnlangabólga
er almennt talin töluvert algeng orsök fyrir lokuðum egg-
vegum og samvöxtum í umhvei’fi eggjakerfanna. Þá eru
lífhimnubólgur af berklauppruna eða af lungnabólgusýkl-
um, ásamt bráðum skemmdum í líffærum kviðarholsins,
mikilsverð atriði í þessu sambandi.
Almennur líkamsþroski, ásamt upplýsingum um hveniig
tíðir hafa hagað sér, er veigamikið í þessu sambandi.
Óreglulegar, miklar eða litlar blæðingar árum saman í
byrjun kynþroskatímabilsins eru einkenni um ófullkomna
Heilbrigt líf — 4
49