Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 70
mesta sporið til aukinnar samvinnu og friðar meðal
þjóða heimsins sé að koma heilbrigðismálum þeirra allra
í viðunandi horf.
Það kemur fljótt í ljós, að afkoman batnar bæði hjá
einstaklingum og þjóðinni sem heild, þar sem hafizt er
handa og heilbrigði fólksins bætt með því að ráðast á
skæðustu sjúkdómana, sem herja það. Þessi reynsla hef-
ur gert mönnum skiljanlegt, að fé það, sem lagt er til
heilbrigðismála gefur góðan arð, enda voru þær þjóðir,
sem fé og skilning höfðu, fljótar að leggja í slíkar
framkvæmdir.
Það er áætlað, að aðeins einn fimmti hluti mann-
kynsins búi við viðunandi heilbrigðisástand, en tveir
þriðju hlutar þess séu hnepptir í fjötra sjúkdóma, sem
beinlínis standa þeim fyrir þrifum. Þessar þjóðir hafa
aldrei haft bolmagn til þess að leggja sem skyldi til
heilbrigðismála, enda hafa pestirnar haldið óhindrað
áfram skemmdarstarfsemi sinni.
Það er víðtækt og erfitt verkefni að rétta þessu fólki
hjálparhönd, en það virðist auðsætt, að aðgerðir til auk-
ins heilbrigðis meðal þess eru mjög aðkallandi, ekki ein-
göngu þess sjálfs vegna, heldur líka heildarinnar, alls
mannkynsins.
Til þess að slíkar aðgerðir nái tilgangi sínum er tvennt
nauðsynlegt:
í fyrsta lagi þarf að kynnast sem nákvæmast þörfum
hverrar einstakrar þjóðar og ráðast síðan á það heil-
brigðisvandamálið, sem hægt er að lagfæra með mestum
árangri og minnstum tilkostnaði. I öðru lagi þarf að
stofna til samvinnu meðal þjóðanna um heilbrigðismál,
svo að þær, sem lengst eru komnar, geti látið hinum í
té vísindalega og tæknilega aðstoð við úrlausn vanda-
málanna.
Sameiginlegt takmark allra aðila er traustur, velmeg-
andi og friðsamur heimur. Þetta er eitt af aðalverkefnum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
68
Heilbrigt líf