Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 29
und fyrir sig. Filmurnar eru framkallaðar og lesið af
þeim í verksmiðjunni, sem framleiðir geislaefnin. Auk
filmumælanna eru einnig höfð mælihylki, sem líta út eins
og blýantar og eru borin í vasa. Geislarnir kljúfa (jónis-
era) loftið í hylkinu, svo að loftið leiðir rafmagn, og
veldur það afhleðslu í tækinu. Má síðan lesa af geisla-
magnið. Sérstök tæki eru til þess að endurnýja rafmagns-
hleðsluna, þegar mælirinn hefur verið notaður. Útbúnaður
sem þessi er hafður í röntgendeild Landspítalans. —
Það er nauðsynlegt að bera á sér slík mælitæki í dag-
legu starfi, ef unnið er með geislavirkum gerviefnum. Það
eru einmitt hinir smáu en daglegu geislaskammtar, sem
geta verið varasamir. En á þennan hátt má tryggja, að
læknar og hjúkrunarlið verði ekki fyrir skaðlegri geislun.
Daglegur eða stöðugur geislaskammtur, mánuðum saman
eða ævilangt, verður að vera fyrir neðan ákveðið mark,
svo að hann sé hættulaus. Geislamagn í vissri fjarlægð
frá geislandi efni eða sjúkling má mæla, og þannig ákveða
takmörk geislunar, sem er hættulaus. Geislanin dvínar í
réttu hlutfalli við fjarlægðina í 2. veldi, þannig að geisla-
magnið verður fjórum sinnum minna jafnframt því, sem
fjarlægðin tvöfaldast. Það er því góð regla og raunar ein
aðalgeislavörnin fyrir starfsfólkið að halda sig í hæfilegri
fjarlægð frá geislandi efnum, eftir því sem við verður
komið.
Geisla- eða kjarnorkufræðingar fylgjast með rannsókna-
og lækningastarfi með geislavirkum efnum á sama hátt
og við lækningar með röntgen- eða radiumgeislum. Hann
fylgist með því, að allur útbúnaður til heilsuverndar sé í
samræmi við gildandi reglur og öryggisvenjur. Þorbjörn
Sigurgeirsson, mag. scient., hefur annazt sams konar starf
á röntgendeild Landspítalans.
Því ber ekki að neita, að geislavirk gerviefni hafa í för
með sér nýja geislahættu í sjúkrahúsum, en hins vegar
Heilbrigt líf
27