Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 47
tekur að byggja sjúkrahús hér á landi, enda mun oftast
láta nærri, að þau séu orðin of lítil, þegar þau taka til
starfa, þótt þau hafi verið vel við vöxt í upphafi.
Það er af margra ára þakleka á læknisbústaðnum í
Ólafsfirði að frétta, að nú virðist sem hann sé eitthvað
að láta í minni pokann. Það var límdur pappi á þakið.
Læknirinn segir svo: „Læknisbústaðurinn hefur næstum
verið lekalaus, síðan pappi var límdur á þakið. 1 sjúkl-
ingur lá á sjúkraskýlinu eina dagstund".
Hjúkrun, heilsuvernd og sjúkrasamlög.
Hjúkrunarfélög eru 6 talsins, en af þeim er stafsemi
getið hjá þremur. Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykjavík
hafði 8 fastráðnar hjúkrunarkonur í þjónustu sinni,
störfuðu tvær að heimilishjúkrun, fjórar við ungbarna-
vernd og tvær við berklavarnarstöðina. Farið var í 5978
sjúkravitjanir.
Starfræktar voru 6 heilsuverndarstöðvar, sem féngust
mest við berklavarnir, en í Reykjavík og Vestmanna-
eyjum var einnig starfað að ungbarnavernd og eftirliti
með barnshafandi konum.
Á öilu landinu voru starfandi 146 sjúkrasamlög með
samtals 75.112 meðlimum, en það svarar til 55.9% allra
landsmanna. Auk þess teljast börn innan 16 ára aldurs,
sem njóta tryggingar með foreldrum sínum. Þegar börnin
eru talin með og gert ráð fyrir, að fjöldi þeirra nemi
h'álfri tölu fullorðinna, lætur nærri, að rúmlega 80%
allra landsmanna séu í sjúkrasamlögum.
Rannsóknarstofa Háskólans.
Samkvæmt skýrslu próf. Niels Dungals, voru gerðar
á Rannsóknarstofu Háskólans alls 7329 rannsóknir.
Helztu rannsóknir í sambandi við berklaveiki voru:
Smásjárskoðun á hrákum 1692, þar af 90 jákvæðar.
Ræktun úr hrákum var gerð 968 sinnum og þar af. 275
jákvæðir. Ræktun úr þvagi 168, 26 jákvæðir, ræktun úr
Heilbrigt líf
45