Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 103
Sú glæðing og sá styrkur gæti verið með ýmsu móti, þótt það verði
eigi verulega rætt hér. T. d. fyrst og fremst með því að fá krafta
til að starfa, og styrkja svo starfið á ýmsan hátt. Það þarf t. d.
að hjálpa um ýmis gögn: góðar heilsufræðilegar myndir, (þar með
einnig myndir, er skýra og „innprenta" um áhrif eiturnautnanna,
tóbaks og áfengis, er nú virðast meir og meir ógna æskulýð þessa
lands). Myndir af starfsemi Rauða Krossins í heiminum, til skýr-
ingar á mikilli þörf fyrir það starf og til eggjunar fyrir unga
og nýja krafta til viðbótar. Þá þyrftu deildirnar að eiga kost á
nokkurri sérfræðslu í líknar- og verndarstarfi, eins konar „hjálp í
viðlögum". Einnig þyrfti að vera til ofurlítið söngvakver til notkun-
ar í fundastarfi — beinlínis í líknar- og fórnaranda Rauða Krossins.
Yrði safnað til þess vel völdum, sönghæfum versum, einstökum og
samstæðum úr ýmsum áttum. Loks vil ég halda, að ungliðadeild-
imar gætu sem undirgróður RK beinlínis orðið til þess að auka
vöxt fylkingarinnar í landi hér, fjölga félögum hennar. Ungliði,
sem er að enda starf sem slíkur, þyrfti þá strax að eiga greiðan
aðgang að deild fullorðinna. Annars er hætt við, að hann „gufi
upp“, þegar ungliðastarfi hans er lokið. — Árgjald unglinga, t. d.
13—16 ára í RK, þyrfti að vera helmingi lægra en fullorðinna og
auðvitað ekkert meðan þeir starfa og greiða í ungliðadeild. Það eru
yfirleitt — hygg ég — engir ríkisbubbar í þessum deildum. Aðal-
atriðið er, að þeir séu í árvökru starfi.
Barnaheimilið að Laugarási.
Samkvæmt samþykktum aðalfundar 1951 kaus RKÍ Bjarna Jóns-
son og Kristin Stefánsson í byggingarnefnd barnaheimilisins, en
Reykjavíkurdeildin tilnefndi Óla J. Ólason.
Nefndin hefur aflað fjár til heimilisins:
Frá Ríkissjóði ............................. kr. 250.000,00
-—- Bæjarsjóði Reykjavíkur .................— 125.000,00
— Málningarverksmiðjunni Harpa h.f............— 5.000,00
— J. Þorláksson & Norðmann ...................— 1.300,00
— H. Benediktsson & Co...................... —- 1.046,15
— Völundi h.f.................................— 740,00
Gjafir frá greindum fyrirtækjum hafa verið vörur.
Auk þessa hefur Bæjarstjóm Reykjavíkur heitið kr. 125.000,00,
og verða þá framlög bæjar og ríkis jafn há.
Þá hefur ríkissjóður veitt kr. 7.000,00 til vegagerðar að heimilinu.
Framkvæmdir hafa aðallega verið sem hér segir:
Lagfæring á húsum, svo sem gagnger viðgerð á þökum, þétting á
gluggum og þeir málaðir utan og innan, settir járnteinar til styrkt-
ar húsunum, gólf hreinsuð og lakkborin, hurðir lagfærðar og lakk-
Heilbrigt líf
101