Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 102
1. Seld merki á öskudag .......................... kr. 900,00
2. Seld merki í nóvember fyrir blindravinafélagið í
Reykjavík........................................ — 535,00
3. Fyrir jólamerki innkomið .........................— 40,00
4. Gefið Blindrafélagi íslands.......................— 40,00
5. Gefið til samskota nauðstöddu fólki á Ítalíu .... — 100,00
6. Fundir haldnir á árinu alls 10.
Börnin hafa öll starfað í einhverri nefnd á fundum og milli funda.
Nefndir hafa verið fjórar:
1. Stjórnarnefnd: Sveinn Friðvinsson, formaður. Margrét Jóns-
dóttir, varaformaður. Geirlaug Björnsdóttir, ritari. Reynir
Guðmundsson, gjaldkeri.
2. Líknar- og verndarnefnd: Formaður Margrét Jónsdóttir.
3. Hreinlætis- og reglunefnd: Formaður Jónína Ingólfsdóttir.
4. Dagskrárnefnd: Foi-maður Brla Gígja Þorvaldsdóttir.
Skýrslubækur allra nefndanna upplesnar á hverjum fundi og þar
með birt það helzta, er hver nefnd hefur stai'fað frá því síðasti
fundur var haldinn. Á fundum hefur auk þess farið fram söngur,
upplestur, kvæði, sögur og stundum skrítlur og gátur. Auk þess
hefur umsjónarkennari talað eitthvað til barnanna. Umræður um
mál við og við, þegar umsjónarkennara hefur tekizt að koma þeim
af stað. En þá mjög stuttar ræður.
Alls hafa starfað í deildinni 18 börn. Og er þetta áttunda starfs-
ár deildarinnar. Nokkur barnanna eru þegar gengin inn í aðaldeild
RKI hér á staðnum.
Hér fer á eftir örlítið stytt bréf Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra,
sem fylgdi áðurgreindri skýrslu:
Það þykir mér hlýða, um leið og ég að vanda sendi starfsskýrslu
Ungliðadeildarinnar „Árvekni", að láta fylgja nokkur orð í bréf-
formi. — Fyrst er það að segja, að ég harma það, sem ég les um
í ársskýrslunni, að ungliðastarfinu sé alltof lítill gaumur gefinn í
sjálfum höfuðstaðnum. Það má ei svo til ganga, því þar hljóta að
vera skilyrði einna hezt og einnig þörfin mest. Því þótt hinir ágætu
starfsmenn, Sigurður Thorlacius og Jón Sigurðsson, skólastjórar,
séu báðir út úr starfi, hvor á sinn hátt, þá hljóta að vera margir
góðir kraftar aðrir, er leggja vildu lið, undir sterkri yfirstjórn.
I öðru lag'i þyrfti að gera miklu meira til þess að glæða þessa
starfsemi, bæði þar og eigi síður úti á landinu, og einkum á þeim
stöðum, þar sem hvorki er sinnt skátastarfi né barnastúkustarfi.
Hér á Sauðárkróki er hvort tveggja. Barnastúkan hér er t. d. nú í
ár 50 ára. (Og ef ég, „sá ’inn garnli", get sinnt hvoru tveggja, þá
ættu kennarar annars staðar að geta sinnt ungliðastarfinu einu).
100
Heilbrigt líf