Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 19
eðlis og frá geislaefnum, sem finnast í náttúrunni. Það
er því gert ráð fyrir, enda benda rannsóknir til þess, að
ekki sé neinn eðlismunur á áhrifum þeirra á heilbrigðan
eða sjúkan vef.
Lækningar. Mörg gerviefnanna gefa frá sér eingöngu
beta- eða positrónugeisla. Þeir eru ekki lang-
drægir, en fara mjög stutt út frá efninu, og áhrifa þeirra
gætir því aðeins í næsta nágrenni við það. Það getur oft
verið æskilegt að beita slíkum geislaefnum, þar sem þannig
má takmarka geislaáhrifin og hlífa heilbrigðum vefjum
og líffærum, sem eru fjær. Önnur geislavirk gerviefni
senda frá sér misjafnlega kröftuga gammageisla. Þeir
smjúga mikið dýpra og geislan slíkra efna svipar til rad-
iumgeislunar. Slík geislaáhrif, sem ná langt út frá efn-
inu, eru heppileg við ýmsa sjúkdóma.
Geislavirkt kóbalt (radiocobalt 27 Co60), sendir frá sér
mjög kröftuga gammageisla auk betageisla. Geislamagnið
helmingast á 5,3 a (árum), en það er tiltölulega mjög
langur tími. Efnið er notað við geislan útvortis mein-
semda, t. d. krabbameins, og getur að því leyti komið í
stað radiums. Nýlega er komið á markaðinn í Ameríku
viðamikið tæki til geislunar með kóbalt. Tiltölulega miklu
magni af efninu er komið fyrir í tækinu, og fæst þannig
geislun, sem smýgur djúpt. Þar sem mikið radiummagn
er fyrir hendi hefur það verið notað á svipaðan hátt við
djúpgeislanir. Kobalt kostar hins vegar aðeins lítilræði í
samanburði við radium.
Þegar geislan efnisins er farin að dvína, má endurnýja
það í kjarnorkustöðvum. Efninu er þar stungið inn í uran-
iumhlaða og eftir vissan tíma fær það sinn upphaflega
geislamátt.
Geislavirkur fosfór (radiofosfor 15 P32) er eitt þeirra
efna af þessu tagi, sem lengstan tíma hafa verið notuð
Heilbrigt líf — 2
17