Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 39
Á árinu voru rúmlega 11 þúsuncl manns berklapróf-
aðir í 32 læknishéruðum, langflestir á aldrinum 7—14
ára. Röntgenrannsókn var framkvæmd á rúmlega 16 þús-
und manns, en þar sem margir komu oftar en einu sinni,
voru rannsóknir alls rúmlega 25 þúsund. Af 2126 manns,
sem voru rannsakaðir með ferðaröntgentæki, voru 19
taldir hafa virka berklaveiki og voru 6 þeirra áður
óþekktir. Á Berklavarnarstöðinni í Reykjavík voru 874
manns bólusettir gegn berklaveiki (BCG vaccination),
einkum börn og unglingar, hjúkrunarnemar og lækna-
nemar. Er í ráði að auka þessar aðgerðir til muna.
Sullaveiki. Engir sjúklingar eru skráðir sullaveikir á
árinu, en í ársyfirliti getur um 25 sullaveika, en það er
mest gamalt fóllc með sulli í lifur eða kviðarholi. Aðeins
tveir þessara sjúklinga eru innan við þrítugt, og tveir
innan við fertugt. Einn dó úr sullaveiki á árinu.
Víða ber talsvert á sulli í fénaði og að menn séu hirðu-
lausir um að hundar komist í slátrið. Hundahreinsun
virðist heldur ekki eftirsóttur starfi, „þykir óvirðulegur
og illa borgaður".
Krabbamein. Úr krabbameini dóu 189 manns á árinu,
sem er að vísu hærra en árið áður, en þó ekki hámark.
Fjöldi dáinna úr krabbameini síðustu 10 árin er þannig:
Ár .. 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Dánir 141 157 148 189 162 194 178 188 155 187
Dánartalan af hverju þúsundi síðasta áratuginn er:
Ár .. 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
1,2 1,4 1,3 1,5 1,5 1,6 1,4 1,5 1,2 1,4
Á árinu voru skráðir 261 sjúklingur, 120 konur og
141 karalar. Þeir skiptast eftir aldri og kynjum sem
hér segir:
Aldur 1-15 15-20 20-30 30-40 40-60 Yfir 60 Aldur ógreindur Samt.
Karlar 2 1 1 9 37 67 3 120
Konur 1 0 2 11 53 73 1 141
Alls 3 1 3 20 90 140 4 261
Heilbrigt líf
37