Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 12
þá jafnframt helmingur frumeinda þess ummyndazt. Þau
efni, sem á eftir því koma í röðinni, eru mikið skamm-
lífari.
I radium finnast því eftir skamman tíma fjöldi efna í
sundurlausn á ýmsum stigum, en nýmyndun og eyðing
haldast í hendur, svo að efnin eru í jafnvægi.
Flestum er orðin töm hugmyndin um efnið, og hinar
smæstu einingar þess, frumeindirnar, svo mikið hefur
verið rætt og ritað um það á síðari tímum. I aðalatriðum
er hugmyndin sjálf ekki torskilin. Hver og einn getur
sett sér fyrir hugskotssjónir frumeind, þar sem er kjarni
hlaðinn jákvæðu rafmagni og rafeindir með neikvæðri raf-
hleðslu, sem fljúga eftir brautum umhverfis kjarnann.
Þessum örsmáu sólkerfum er haldið í horfi með rafkrafti.
Allt efni er iðandi agnir, en smæð frumeindanna er lítt
skiljanleg, og hinn stærðfræðilegi útreikningur um nán-
ari gerð þeirra og þá orku, sem þar er bundin, er sér-
grein kjarnorkufræðinnar.
Það lætur að líkum, að efniseindir og gammageislar
verða fyrir árekstrum á leið sinni frá kjarnanum gegn-
um rafeindahjúpinn, sem er umhverfis hann. Þessir á-
rekstrar breyta að vissu marki þeirri geislaorku, sem
kemur frá efninu.
Geislavirk Geislavirk gerviefni eiga sér ekki langa sögu.
gerviefni. Árið 1934 urðu þau fyrst kunn. Iréne Curie
(dóttir Marie S. Curie, sem fann radium) og
F. Joliot maður hennar, urðu það ár vör gervigeislunar,
er þau unnu að frumeindarannsóknum. Um sama leyti
gerði og ítalinn Enrico Fermi svipaða uppgötvun og
einnig Bandaríkjamaðurinn Ernest 0. Lawrence, höfund-
ur kjarnakljúfsins (cyclotron). Tveim árum síðar (1936)
var í fyrsta sinn gerð lækningatilraun við krabbameini
10
Heilbrigt líf