Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 14
geislavirk efni, og þá venjulega í léttari frumeindateg-
undir, jafnframt því sem geislanin dvínar.
Slíkar frumeindir og efni eru nefnd tilbúnir radioísó-
topar, „radio“ vegna þess að þeir eru geislandi, eða geisla-
virk gerviefni, til aðgreiningar frá geislaefnum í náttúr-
unni.
Efnin verða geislavirk við það að verða fyrir geislun í
kjarnakljúf eða úraniumhlaða (,,pile“), en í slíkum hlaða
eru geislavirk gerviefni nú framleidd til hagnýtingar í
læknisfræði og til margs konar rannsókna á öðrum sviðum.
Breyting eða sundurlausn geislavirkra efna, hvort sem
þau finnast í náttúrunni eða eru búin til, tekur mismun-
andi langan tíma. Geislanin er miðuð við helmingsgildi
eða helmingstíma, sem fyrr var getið um, þ. e. þann tíma,
sem líður þar til geislamagn efnisins hefur minnkað um
helming. Þessi tími er mjög mislangur hjá hinum ýmsu
geislavirku gerviefnum, allt frá broti úr sekúndu og upp
í mörg ár. Sérhver geislavirk frumeindartegund hefur
fastákveðinn helmingstíma, sem er sérkenni hennar. —■
Geislavirkur kopar (radiokopar) með frumeindarþungann
64 hefur t. d. helmingstímann1) 12,8 h. (klst.), þ. e. helm-
ingur geislamagnsins hverfur á þeim tíma. Aðrar tegundir
koparfrumeinda hafa annað helmingsgildi. Geislavirkur
fosfor (radiofosfor,2) 15P32), sem töluvert er notaður til
lækninga, hefur helmingstímann 14,3 d. (dagar). Geisla-
virkt joð (radiojoð, 53J131), sem haft er til lækninga, helm-
ingast á 8 d. Annað joðfrábrigði (53J128) missir helming
geislamagnsins á aðeins 25 mín.
Það hefur að sjálfsögðu mikla þýðingu, hve geislanin
endist lengi, ef geislaorkan á að notast til lækninga. Mjög
stuttur helmingstími, sekúndur eða mínútur, gerir efnin
1) h (hora) = klukkustund. d (dies) = dag-ur.
2) h5' er tala eða sæti efnisins í frumefnaröðinni. 32 er frum-
eindaþungi (atomþungi). P er tákn frumefnisins (Phosphorus).
12 Heilbrigt líf