Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 31
út, og myndað meinvarp í öðrum líffærum, og þannig
aukið þekkingu á útbreiðslu sjúkdómsins. Með því að
ákveða, hve mikið sezt að af efninu í slíku meinvarpi,
fást jafnframt upplýsingar um það, hvers megi vænta
um geislaáhrif á meinsemdina.
Þegar fram líða stundir og meiri reynsla er fengin og
þekking lækna hefur aukizt á þessum geislandi efnum,
aðseturstað þeirra í líkamanum og áhrifum, er þess að
vænta að lækningar með þeim eigi eftir að aukast og
taka miklum framförum frá því sem nú er, sérstaklega
ef tilraunir þær, sem gerðar eru til þess að auka geisla-
næmi krabbameinsvefja og ýta undir að geislaefnin leiti
þangað, bera góðan árangur. Takmarkið er þó enn all-
fjarri.
Þess mun vart langt að bíða, að lækningar með geisla-
virkum gerviefnum verði reyndar hér á landi í nokkrum
mæli. Slíkar lækningar þurfa að fara fram á einum og
sama stað, að svo miklu leyti, sem því verður við komið.
Ef notuð eru mjög kröftug gammageislandi efni, eins og
t. d. við krabbameinslækningar, er óhjákvæmilegt að sjúkl-
ingarnir séu í sérstakri sjúkrastofu eða deild út af fyrir
sig. Hjúkrunarlið og annað starfsfólk, sem annast sjúkl-
ingana, þarf að njóta sérstakrar fræðslu um þær hættur,
sem eru samfara slíkum lækningum, og á hvern hátt ber
að varast þær. Geislafræðingur þarf að sjálfsögðu að fylgj-
ast með lækningunum og ákveða um tilhögun heilsu-
verndar.
Það er augljóst að viðbúnað þarf, ef hafizt yrði handa
hér á landi um lækningar með geislavirkum gerviefnum,
svo að tilhögun yrði í samræmi við þá skipan um með-
ferð og hagnýtingu geislavirkra gerviefna, sem annars
staðar tíðkast og gert er ráð fyrir.
Heilbrigt líf
29