Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 64
um síðan farið var að nota léttari efni en áður, svo sem
aluminíumblöndu og plast.
Spítalarnir reka oft víðtæka skólastarfsemi, kenna bæði
almennar námsgreinar og veita undirstöðuþekkingu í ýms-
um sérgreinum, svo sem iðnaði. Þeir leiðbeina sjúkling-
unum við stöðuval, eftir því sem löngun og geta benda
til og leitast við að hjálpa þeim til framhaldsnáms og
að komast í atvinnu.
Venjulega þurfa sjúklingar þessir að dvelja lengi á
svona stofnunum, oft árum saman, og eftir að þeir út-
skrifast er fylgzt með þeim svo lengi sem þurfa þykir.
Stundum geta þeir dvalizt heima hjá sér og haft heiman-
göngu á sjúkrahúsið.
Lækningarnar eru mest fólgnar í því að æfa lamaða
vöðva, sé nokkur máttur eftir í þeim, og að kenna sjúkl-
ingum að beita öðrum í stað þeirra, sem ónýtir eru. Þetta
er hlutverk nuddkvennanna og þarf til bæði góða þekkingu
og þolinmæði. Árangurinn er oft undraverður, ef sjúkl-
ingurinn sýnir áhuga og dugnað, en reynslan hefur leitt
í ljós, að viljafesta þeirra og siðferðisþrek vex í umgengni
við þá, sem líkt ástatt er með, og að heilbrigð samkeppni
skapast milli þeirra. Þetta er mikilvægt atriði, er hjálp-
ar stórlega til. Margvísleg tæki þarf til svona starfsemi
og er aðgangur að sundlaug mjög æskilegur.
Stundum þarf að grípa til skurðaðgerða. Koma þá eink-
um til greina tilfærslur á vöðvum og sinum, festingar
liðamóta og réttingar þar sem liðir hafa aflagazt. Gibs-
umbúðir og spelkur eru mikið notaðar.
Það er ánægjulegt að heimsækja þessar stofnanir. Þrátt
fyrir fatlanir, sem oft og tíðum virðast nægilegt tilefni
fullkominnar uppgjafar, ríkir þar meiri bjartsýni og lífs-
gleði en víðast hvar annars staðar, sem ég hef komið.
Þarna er rík áherzla lögð á að gera einstaklingana að
62
Heilbrigt líf