Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 95
frá h.f. Ræsi. Við athugun tilboðanna naut stjórnin aðstoðar Bergs
Arnbjörnssonar, eftirlitsmanns. Ákveðið var að taka tilboði h.f.
Ræsis um Dodge-bifreið.
Bifreiðin er nú komin til Reykjavíkur. Reikningar hafa ekki enn
borizt félagsstjórninni, en upphæð sú, sem deildin verður að greiða,
er kr. 50.000,00. Eimskipafélag Islands hefur gefið eftir um helm-
ing af flutningsgjaldi og Ríkissjóður hefur veitt 10 þúsund króna
styrk, sem nemur upphæð tollsins. Reikningur þessi kemur að sjálf-
sögðu fram í aðalreikningi næsta árs, en þess má geta hér, að
þegar stjórninni var tilkynnt, að bifreiðin væri komin, vantaði um
17 þúsund krónur á, að deildin gæti greitt andvirði hennar. Var
þá efnt til samskota hér í bænum og stóð fjáröflunarnefnd fyrir
þeim. Voru undirtektir svo með afbrigðum góðar, að alls söfnuðust
yfir hálft þrettánda þúsund krónur, og eru þar með talin gjöld nýrra
félaga og ævifélaga, sem þá bættust við í félagið. Geymsla fyrir
bifreiðina hefur verið útveguð til bráðabirgða í slökkvistöðinni.
Samkvæmt tilmælum frá RKÍ gekkst deildin fyrir söfnun handa
bágstöddu fólki á Norður-Ítalíu, er varð fyrir tjóni af völdum flóða,
og söfnuðust alls kr. 9.984,00 í peningum, fatnaði og matvælum,
eins og reikningur félagsins ber með sér.
Merkjasala fór fram á öskudaginn, eins og venja er til, og önn-
uðust börn úr barnaskólanum söluna. Seldust merki fyrir kr. 1.589,00,
en það eru kr. 1.430,10 að frádregnum sölulaunum. Er það nákvæm-
lega jafnhá upphæð eins og á fyrra ári.
Fjáröflunarnefnd var hin sama og áður, og er Friðjón Runólfs-
son formaður hennar. Aflaði hún fjár af dansleikjum yfir kr.
4.000,00, eins og reikningur deildarinnar sýnir, auk þeirrar fjár-
hæðar til kaupa sjúkrabifreiðarinnar, sem þegar er nefnd. Færir
stjórnin formanni nefndarinnar og nefndinni í heild þakkir fyrir
vel unnið starf.
Til almennrar fræðslu um stefnu og starf RK ritaji formaður
grein í Bæjarblaðið, 5. tbl., 8. marz síðastliðinn.
Gufubaðstofan hefur verið starfrækt eins og undanfarið. Hefur
hún verið opin þrisvar í viku. Tala baðgesta var 2149 á árinu.
Félagatala er nú 109, á árinu bættust 7 við. Ævifélagar 23, af
þeim 14 nýir. Eignir deildarinnar í árslok voru kr. 17.096,18.
A lcureyrardei Id.
Stjórn deildarinnar skipuðu:
Guðmundur Karl I’étursson, formaður.
Jóhann Þorkelsson, varaformaður.
Pétur Sigurgeirsson, ritari.
Páll Sigurgeirsson, gjaldkeri.
Jakob Frímannsson.
Heilbrigt líf
93