Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 17
fluorescein (dijodofluorescein), en það er litarefni, sem
sækir að heilaæxlum og safnast þar fyrir. Joðið sendir
frá sér gammageisla, og er geislanin mæld á höfuðkúp-
unnið til þess að ákveða æxlisstaðinn. Geislavirkur fosfór
sezt einnig í heilaæxli og er notaður á sama hátt. Beta-
geislarnir, sem fosfórinn sendir frá sér, smjúga lítið, og
eru þeir ekki mælanlegir fjær en 1/2 sentimetra frá æxl-
inu. Geislavirkur fosfór getur því bent nákvæmlega á
æxlisstaðinn við skurðaðgerð, þegar höfuðkúpan hefur
verið opnuð.
Líffræði- Áður en greint er frá lækningum með geisla-
áhrif. virkum gerviefnum, er rétt að geta að nokkru
þeirra breytinga, sem koma fram í heilbrigð-
um líkamsvefjum og jafnframt æxlisvef, við geislun með
geislaefnum og röntgengeislum.
Við smásjárrannsóknir sjást glögg merki hrörnunar í
frumunum eftir nægilegan geislaskammt. Kjarnar þeirra
leysast sundur og breytingar sjást jafnframt í fryminu.
Þessi hrörnun leiðir til þess að frumurnar deyja og eyð-
ast. Frumur eru mjög misnæmar fyrir geislun og sumir
vefir þola hana mun betur en aðrir. Það sama gildir um
æxlisvef, að hann er mjög misnæmur fyrir geislaáhrifum,
og fer það aðallega eftir gerð hans og aðseturstað æxlis-
ins. Þegar frumur eru að endurnýja sig og margfaldast
eru þær viðkvæmastar, og gætir því geislaáhrifa mest þar
sem frumuskiptingar eru tíðar og ör vöxtur, eins og oft
er um illkynja æxlisvef. Efnaskipti frumanna (nucleo-
protein í chromatini kjarnanna) geta einnig raskazt svo
mjög, að þeim fjölgar ekki og æxlisvöxtur stöðvast, en
frumurnar úrkynjast og deyja síðan smátt og smátt.
Þótt æxli séu að jafnaði viðkvæmari fyrir geislun en
heilbrigt hold, nægir það þó hvergi nærri alltaf til þess,
að hægt sé að eyða þeim að fullu. Sumar æxlisfrumur
Heilbrigt líf
15