Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 56
fyrsta lagi eru þær breytingar, sem fannast, bundnar því
tímabili, sem yfir stendur og sannar ekki hvort egglos
verði á næsta tímabili og í öðru lagi er það gert of langt
eftir egglosið til þess að hafa hagkvæma þýðingu fyrir
viðkomandi egg. Hins vegar sannar þó ein rannsókn, hvort
egglos eigi sér stað hjá konunni og þar með eðlileg starf-
semi eggj akerfanna í flestum tilfellum.
Fjórða aðferðin er að fá línurit af líkamshita konunn-
ar. Kunnugt er að sveiflur líkamshitans eru eðilegar, bæði
í ungum og gömlum og er líkamshitinn mælikvarði á eðli-
lega starfsemi líkamans. Andleg og líkamleg áreynsla
veldur breytingum á hitanum, eins er um meltingarstarf-
semina og ýmis utanaðkomandi áhrif. Við hvíld og svefn
lækkar hitinn. I heilbrigðu fólki er hitinn heldur hærri á
daginn, en lækkar á nóttunni. I heilbrigðum manni er hita-
stigið eins dag eftir dag. Hjá kvenmanninum hefur starf-
semi eggjakerfanna áhrif á líkamshitann. Egglosið og
samfara hormonastarfsemi veldur hækkun á hitanum,
þannig að hitastigið er hærra seinni helming tíðabilsins
heldur en fyrri helminginn, ef tíðir eru reglulegar á 28
daga millibili.
Nú hefur þetta lögmál lífeðlisfræðinnar verið notað til
þess að athuga frjósemi konunnar, truflanir á starfsemi
innrennsliskirtlanna og til þess að takmarka barneignir.
Konan er látin merkja á hitablað allar truflanir, sem til
greina geta komið, svo sem kvef, samfarir, og sérstak-
lega lyfjagjafir. Það fyrsta, sem konan gerir á morgn-
ana, er að mæla sig. Hún má ekki fara úr rúminu, reykja
eða nærast á nokkru áður en hún mælir hitann og síðan
merkir hún á hitablað upp á y10 0 hvað hitinn hefur verið.
Þessi morgunhiti er lágur meðan á tíðum stendur og helzt
það fram að egglosinu. Hitinn getur farið allt niður í 36,1,
en sveiflast venjulega milli 36,3 og 36,6 á þessu tíma-
bili. Á þeim 24 klukkustundum, sem egglosið fer fram,
54
Heilbrigt líf