Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 33
Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1947 var 135.935
(132.750 í árslok 1946). Lifandi fæddust 3703 börn (3436
börn 1946), eða 27.6 af þúsundi (26.1%0 1946). Andvana
fæddust 56 börn (70 andvana fædd 1946), eða 14.9 af
þúsundi (20.0%0 1946). Manndauði á öllu landinu var
1162 (1121 1946) eða 8.6 af þúsundi (8.5%0 1946). Ung-
barnadauði, þ. e. börn dáin á 1. ári, voru 83 (98 1946),
eða 22.4%0 lifandi fæddra bama. Hjónavígslur voru 1121
(1044 árið 1946) eða 8.3%0. í Reykjavík var mannfjöld-
inn í árslok 51690. Manndauðinn flokkast þannig, þegar
taldar eru í röð 10 hinar algengustu dánarorsakir:
Dánarorsakir. Tala. %0 allra landsm.
1. Krabbamein ..................... 189 1,4
2. Ellihrumleiki .................. 171 1,3
3. Hjartasjúkdómar ................ 159 1,2
4. Heilablóðfall .................. 128 1,0
5. Slys ........................... 110 0,8
6. Berklaveiki ..................... 71 0,5
7. Lungnabólga ..................... 59 0,4
8. Ungbarnasjúkdómar ............... 47 0,4
9. Æðasigg (utan nýma og hjarta) 14 0,1
10. Langvinn nýrnabólga............. 13 0,1
Önnur og óþekkt dauðamein .... 202 1,5
Krabbameins- og ellidauði hafa skipzt á um fyrsta
sætið síðastliðin 10 árin, með krabbameinið í fyrsta sæti
þetta árið. Samt hefur dánartalan af þúsundi allra lands-
manna ekki breytzt stórkostlega, heldur verið á milli 1.2
og 1.6, en meðaltal dánartölu krabbameinsins síðustu 10
árin er 1.4, sama og þetta ár. Þegar rætt er um aukn-
ingu krabbameinsdauðans ber að hafa í huga, að nú orðið
komast miklu fleiri á krabbameinsaldur, vegna þess, hve
dregið hefur úr öðrum dánarorsökum og að sjúkdóms-
greiningunni hefir farið mjög fram á síðustu árum.
Fólkinu heldur áfram að fækka í sveitum, en fjölgar
að sama skapi í Reykjavík og stærstu kaupstöðunum.
Um þessa fækkun segir Hesteyrarlæknirinn: „Fólkinu
Heilbrigt líf
31