Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 15
óhæf til þeirra nota. Ef helmingstíminn er lengri, skiptir
dögum, er notkun geislaefnanna ekki bundin við þann stað,
þar sem þau eru framleidd eða nágrenni hans. Fjarlægðin
gerir þó erfitt um vik að nota sum þeirra, t. d. hér á landi,
ef helmingstíminn er aðeins nokkrir dagar. — Geislan
efnanna getur á hinn bóginn verið of langvinn og kröftug
til þess, að þau séu nothæf til innspýtingar eða inntöku,
þar eð sjúklingurinn fær þá of stóran geislaskammt.
Líffræði- Geislavirk gerviefni hafa vísað nýjar leiðir í
rannsóknir. rannsóknum í líffræði og lífefnafræði. Þar
sem geislavirkar frumeindir setjast að í sömu
vefjum og líffærum og ógeislavirkar eindir samafrumefnis,
má rekja feril efnanna í líkamanum. Efnaskipti heilbrigðra
og sjúkra vefja eru þannig rannsökuð með nýjum hætti.
I Bandaríkjunum, og nú einnig víðar, er unnið að því
í mörgum rannsóknarstöðvum að rannsaka vöxt og eðli
illkynja meinsemda, með það fyrir augum að komast nær
orsök þeirra og uppruna. Efnafræði og líffræði illkynj-
aðra vefja eru rannsökuð í þessu skyni. Sérstaklega hef-
ur verið leitað efna, sem settust fremur að í krabbameins-
vef en öðrum vefjum líkamans. Á þann hátt má athuga
og fylgjast með mismunandi áhrifum efnanna á krabba-
meinsvef annars vegar og heilbrigðan vef hins vegar. Við
þessar rannsóknir eru notuð m. a. geislavirk gerviefni.
Það nægir að blanda tiltölulega fáum geislavirkum frum-
eindum saman við ógeislavirkar frumeindir sama efnis,
til þess að fylgjast megi með efninu og finna aðseturstað
þess í vefjum líkamans. Með sérstökum geislamælum er
slóð efnisins rakin í einstökum vefjum og frumum. Mæl-
irinn gefur til kynna, hvar það heldur sig og segir til um
geislamagn þess á hverjum stað. Geislaskammturinn verð-
ur mjög smár við þessa rannsóknaraðferð og talinn skað-
laus með nægilegri aðgæzlu.
Heilbrigt líf
13