Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 71
Þeir, sem deyja ungir.
Það er vitanlega ekki hægt að meta líf og heilsu til
peninga eingöngu, en það er jafnfráleitt að halda því
fram, að ekki sé hægt að kaupa heilsuna fyrir peninga.
Heilsa þjóðarinnar er keypt fyrir það fé, sem lagt er
til heilbrigðismála. Því miður er það reynsla flestra,
sem fást við framkvæmd heilbrigðismála, að það kostar
þref og þjark við stjórnarvöld, að viðbættu heilmiklu
betli, að sjá þeim sómasamlega borgið. Vopnið, sem
einna helzt auðveldar þá erfiðu sókn, er að sýna fram
á með rökum, að starfsemin komi ekki eingöngu ein-
staklingnum að haldi, heldur sé um beinan fjárhagslegan
ávinning að ræða fyrir þjóðfélagið sem heild. Til frekari
áréttingar má þó minna á, að það er höfuðskylda þjóð-
félagsins að vernda líf þegnanna, en heilsuvernd er veiga-
mesti þáttur þeirrar starfsemi.
Bezti mælikvarði á sjúkdómskvöð þjóðar er meðal-
aldur þegnanna. Þær þjóðir, sem fremst standa í heil-
brigðismálum, hafa fyrir löngu síðan sýnt fram á, hvern-
ig má hækka meðalaldurinn með því að hafa hemil á
dauða meðal yngra fólksins.
Elztu skýrslur um dánarorsakir eru frá Svíþjóð, en
þar var meðalaldur á árunum 1755—1776 34 ár. Hann
hefur síðan farið smáhækkandi, var 41 ár 1816—1840,
57 ár 1911—1920 og 66 ár 1936—1940.
í Bandaríkjunum var meðalaldur 48 ár árið 1900, en
1948 var hann kominn upp í 65 ár fyrir karla og 71 ár
fyrir konur.
Rannsókn, sem gerð var á vegum Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar á dánartölu 15 landa í Vestur-Evrópu
sýndi, að hún fór stöðugt lækkandi. Þá var gerður saman-
burður á dánartölu áranna 1900 og 1947 í 13 löndum.
Hefði sama dánartala gilt fyrir 1947 og 1900, hefði átt
að deyja í þessum 13 löndum 4.178.000 manns árið 1947,
en raunverulega dóu 2.430.000. Það svarar til 42% sparn-
aðar á mannslífum, síðan árið 1900, og gætti hans mest
Heilbrigt líf
69