Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 30
sýnir reynslan, að sú hætta þarf ekki að vera meiri en
gengur og gerist á röntgendeildum, ef starfsfólkið hefur
góða þekkingu og æfingu.
Lokaorð. Eins og fram hefur komið í þessu erindi er
þýðing hinna geislavirku gerviefna marg-
þætt. Þau hafa gert fært að rannsaka líf- og lífefnafræði
vefja með nýjum hætti, og með dýratilraunum er ferill
efnanna í líkamanum og einstökum líffærum rakinn. —
Skammtar, sem þarf til efniskönnunar, eru svo smáir, að
geislan þeirra á ekki að koma að sök fyrir sjúklinga. Á
þessu sviði hafa geislavirkar og ógeislavirkar frumeindir
bætt þá undirstöðu, sem allar lækningar hvíla á, þ. e.
þekkinguna á þeim lögmálum, sem ráða í líffræði heil-
brigðra og sjúkra vefja.
Um lækningar með geislavirkum efnum má segja, að
þær séu að flestu leyti enn á byrjunarstigi. Eiginleikar
ýmissa efna, geislategundir og geislaorka er mæld og
lækningamáttur þeirra rannsakaður. — Á alþjóðaþingi
röntgenlækna í London sumarið 1950 var þessi nýi þátt-
ur í geislalækningum eitt dagskráratriðið. Læknar víða
að úr heiminum báru þar saman reynslu sína, til þess að
gera sér grein fyrir hver árangur væri þegar fenginn
með þessum lækningum og hvaða verkefni lægju helzt
fyrir.
Við ýmsa sjúkdóma hafa þessi nýju geislaefni þegar
gefið góða raun og má þar til nefna t. d. lækningu á blóð-
sjúkdómum með geislavirkum fosfór. Við illkynja mein-
semdir hefur einnig á vissum sviðum náðst verulegur ár-
angur og raunar stundum undraverður, þar sem tekizt
hefur að hafa læknandi áhrif á krabbamein, sem hafa sáð
sér út víða um líkamann, og því lítt eða ekki aðgengileg
fyrir aðra læknismeðferð. Geislavirk efni hafa einnig
komið að haldi til þess að kanna, hvort mein hafi sáð sér
28
Heilbrigt líf