Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 101
Einar Guttormsson, formaður.
Stefán Arnason, yfirlögregluþjónn, varaformaður.
Óskar Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi, gjaldkeri.
Lýður Brynjólfsson, kennari, fjármálaritari og ritari.
Magnús Thorberg, póstmeistari.
Ingibjörg Ólafsdóttir, frú.
Agnes Sigurðsson, frú.
Félagar eru 141.
Ungliöadeildir.
Eskifjörður.
Ungliðadeildirnar voru þrjár eins og að undanförnu:
Æskudáð — 4. bekkur, 11 og 12 ára börn.
Æskugleði — 3. bekkur, 10 ára börn.
Æskuvon — 2. bekkur, 8 og 9 ára börn.
I öllum deildunum voru samtals um 70 börn. Fundir voru haldnir
einu sinni í viku. Á fundunum báru börnin hvíta húfu með rauðum
krossi. Fundirnir fóru skipulega fram og hófust og enduðu með
söng. Börnin fluttu valin kvæði og sögur. Stundum las kennarinn
valda kafla úr Islendingasögum. Þá ræddi hann við börnin um
móðurmálið, hollustuhætti, umgengnisvenjur og hjálpsemi við menn
og málleysingja.
Öllum sjúklingum úr byggðarlaginu, sem dvöldu á sjúkrahúsum,
var send jólagjöf eins og undanfarin ár. Einnig aldursforseta kaup-
túnsins.
Börn úr deildunum önnuðust merkjasölu fyrir Rauða Kross ís-
lands á öskudaginn.
Sumardaginn fyrsta héldu deildirnar samkomu til fjáröflunar.
Skemmtiatriði: Tvö leikrit, þrír talkórar, einleikur á orgel, kór-
söngur o. fl. Öll börnin tóku þátt í að flytja þessi skemmtiatriði.
Að þessu sinni var skólastjóri leiðbeinandi á fundum allra deild-
anna, allir kennararnir unnu að því að undirbúa skemmtunina á
sumardaginn fyrsta.
Sauðárkrófcur.
Ungliðadeildin „Árvekni11 á Sauðárkróki hefur að þessu sinni
starfað í tveim elztu bekkjum barnaskólans (áður aðeins í elzta
bekk). Nú var elzti bekkur og sá næsti óvenjulega fámennir, og
eiga auk þess báðir að g&nga út úr barnaskóla í vor til framhalds-
skólans. Þótti því rétt að taka þá saman í ungliðadeildina eftir
ástæðum.
Helztu störf á árinu:
Heilbrigt líf
99