Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 58
fór mönnum að verða ljóst, hve mikið undirstöðuatriði
starfsemi eggveganna væri fyrir frjóvgunina, því þeirra
þarf með, bæði til þess að flytja sæðin og eggin. Fyrsta
aðferðin, sem fannst til þess að athuga starfshæfni egg-
veganna, var að röntgenmynda þá eftir að sérstöku efni
hafði verið sprautað inn í þá upp um legið. Þessi aðferð,
sem var fyrst framkvæmd af Carry árið 1914 og síðan
af Rubin, hefur verið mikið notuð fram á þennan dag
með tiltölulega litlum breytingum, en þó miklu handhæg-
ari nú á dögum en áður. Vegna þess, hve þessi aðferð var
erfið í framkvæmd í byrjun, fann Rubin upp á því stuttu
síðar, að blása lofti upp í legið og með því móti að sýna
hvort opin leið væri frá legopi upp í kviðarhol konunnar.
Hann mældi hve mikinn þrýsting þurfti að nota til þess
að koma loftinu upp og gat af mótstöðunni dregið álykt-
anir um hve vel veggirnir voru opnir.
Röntgenmynd af legi og eggvegum er aðallega gerð í
tvennum tilgangi: Til þess að fá mynd af legholinu og
síðan til þess að sýna holið í eggvegunum. Þannig má
sjá hindranir, sem verið geta í sjálfu legholinu og annars
er ekki hægt að sjá, en hún gefur líka hugmynd um
þroska legsins. Á eggvegunum má sjá hvort þeir séu lok-
aðir og þá hvar lokunin er. Þeir, sem mestan áhuga hafa
fyrir blásningunni, telja sig geta náð sama árangri og
næst með myndatöku. Annars eru sömu vandkvæði á því
að lesa úr myndum af þessum líffærum og öðrum inn-
yfla líffærum, því það hefur sýnt sig við eftirfarandi
skurðaðgerð, að töluvert oft eru mistök á því að ákveða
hvort opið sé upp gegnum eggvegina með myndatöku.
Samt sem áður er efnið, sem sprautað er upp í legið við
myndatökuna, aðalvandkvæðið. Það hverfur alls ekki eða
mjög hægt og getur valdið ertingu í vefjunum með herp-
ingi eða hnútamyndunum, sem síðar geta leitt af sér fulla
lokun, þar sem áður voru aðeins þrengsli í eggvegunum.
56
Heilbrigt líf