Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 69
Á víð og dreif
(C. E. A. Winslow: The Cost of Sickness and the Price of Health
— WHO News Letters — Today’s Health — American Journal
of Puhlic Health, o. fl.).
Snauðir og sjúkir.
Heilsuspillandi lífsskilyrði, sem óhjákvæmilega leiða af
sér örbirgð, ryðja sjúkdómum braut. Þar, sem ekkert er
aðhafzt til úrbóta, heldur þetta tvennt, örbirgðin og sjúk-
dómamir, óhindrað áfram að auka hvað annað.
Þetta samband milli örbirgðar og sjúkdóma var braut-
ryðjendum heilsuverndarstarfseminnar strax í upphafi
ljóst.
Heilsuverndarstarfsemi er talin hefjast með Sir Edwin
Chadwick í Englandi fyrir rúmri öld síðan, en þá var
heilsufari meðal verkamanna og iðnaðarmanna þar mjög
ábótavant. Hann benti á, að London gæti ekki haldið
áfram að þrífast og dafna, meðan annar helmingur íbú-
anna væri snauður og sjúkur, en hinn auðugur og til-
tölulega hraustur.
Heimurinn stendur nú í svipuðum sporum og London
fyrir rúmri öld síðan, og mönnum hefur farið eins og
Chadwick, þeir sjá, að þjóðirnar geta ekki hafið þá
samvinnu, sem er undirstaða heimsfriðar, meðan slíkt
misræmi í lífsskilyrðum, sem á sér stað í dag, helzt, því
að ennþá eru margar þeirra bundnar á klafa örbirgðar
og sjúkdóma. Ástæðurnar til þessa misræmis eru að
vísu margþættar, en það er viðurkennt, að eitt veiga-
Heilbrigt líf
67